Ég veit að bloggið mitt er alveg æðislegt, fáránlega vel skrifað og stútfullt af fróðleik sem þúsundir aðdáenda bíða spenntir eftir að lesa… en mér finnst þetta frekar gróft [ok, hún hefur líklega tekið eftir að fólk var búið að fatta hvað hún gerði þannig að hún er búin að læsa blogginu núna – en hérna sjáið þið screenshot af færslunni – síðan er líka alltaf hægt að nota Google cache]. Kannast lesendur eitthvað við textann þarna? Þið getið skoðað færsluna mína Iceland Airwaves 2007 og borið saman – hún hefur bara ákveðið að kópera stóran hluta af færslunni minni og nota á blogginu sínu. Síðan bætir hún við einhverju bulli sjálf í lokinn á færslunni. Já, hún setti líka svona glæsilega (og viðeigandi) hreyfi gif-mynd af hundi þarna efst. Gaman að þessu.
En ég virðist ekki vera eina fórnarlambið í stóra ritstuldar málinu. Rakst fyrir tilviljun á þetta blogg (áður en ég fattaði að fossvogskonan hafði stolið frá mér líka). Síðan er DrumaTix búinn að finna fleiri síður sem hafa lent í þessu. Eitt sem ég tók eftir – fórnarlömbin eiga eitt sameiginlegt, þau nota öll WordPress. Kannski er Fossvogskonan að nota einhverja WordPress leitarvél til að finna efni…
Eftir smá rannsóknarvinnu fann ég út að hún stendur líklega líka bakvið http://www.123.is/lalla/ – Hún er reyndar búin að læsa þessu bloggi en Google er með gamalt afrit þar sem kemur fram:
Önnur vefsíða:
http://fossvogskonan.blogspot.com/Um:
Er komin með nýtt blogg, þetta verður aðeins fyrir myndir, sem eru ennþá opnar
Síðan ef maður fer að grafa aðeins lengra virðist sem hún heiti Þorbjörg og búi… jú, í Fossvoginum.
Hún er líklega líka með þetta blogg – þetta virðist líka verið að mestu stolið (myndirnar þarna eru alla veganna af mörgum mismunandi 123.is bloggum). [ok, hún er líka búin að læsa þessu bloggi – busted! It’s all over]
Þetta er kannski trick hjá henni til að fá smá athygli. Það virðist alla veganna sem það hafi tekist. Þetta er líka sniðug lausn ef þú veist ekki hvað þú átt að blogga um – bara nota það sem aðrir eru að blogga ;)
En nú þegar hún er búin að loka bloggunum sínum væri fróðlegt að vita hvort hún haldi áfram að kópera blogg færslur hjá öðrum og setja á bloggin sín… Kannski er hún bara að safna saman skemmtilegum færslum svo hún geti auðveldlega skoðað þær aftur seinna. Hver veit…
Þetta er frekar fyndið allt saman. Gaman að svona rugli :)
Þú hefur aldeilis legið í heljarinnar rannsóknarvinnu og fengið uhm, furðulega útkomu.
Það er reyndar ekki rétt með að þetta séu allt blogg frá WordPress, ég held að sum séu örugglega frá blogspot.com líka.
Annars skrifarðu alveg ágætt blogg, þótt ég hafi aldrei skoðað það fyrr en ég nappaði Airwaves færslunni þinni, það er alltaf fínt að safna í sarpinn því sem mann langar að skoða seinna og hefur áhuga á, og mun ég ekkert hætta því, þó svo að ég hafi neyðst til að læsa fyrir komments, þar sem sum voru vægast sagt ógeðfelld, og vil ég ekki að börnin mín þurfi að lesa þann munnsöfnuð, sem þar var kominn.
Kveð í bili og vona að þú hættir ekkert að blogga,
Fossvogskonan
Já en fossvogskona… hvenær byrjaðiru að lesa mitt blogg ? Er ofsa forvitin !
Fossvogskona, væri ekki nær að nota einfaldan hlut sem heitir bookmarks til að geyma áhugaverðar færslur frekar en að kalla svona lagað yfir sig. Það er eitt að safna í sarpinn en annað að láta líta út fyrir að þú hafir skirfað það. Þú gætir reyndar líka vísað í heimildir sem er öllum til sóma eins og maður lærði svo eftiminnilega í menntaskóla!
Ég var vist aldrei í Menntaskóla, svo ekki lærði ég neitt þar um heimildir, þótt ég að sjálfsögðu hafi heyrt um að betra sé að vísa í heimildir.
En ég er búin að eyða þessu bloggi for ever, og vona nú að fólk geti farið að slaka aðeins á.
Fossvogskona: Nei, ég hætti alls ekki að blogga. Eins og þeir segja, “Imitation is the sincerest form of flattery”
En já, það væri nú fínt ef þú myndir linka í heimildir og/eða biðja um leyfi um að nota efni annarra.
OK, það er kannski fínt að þú sért búin að loka þessu bloggi – en hvað er málið með þetta nýja blogg sem ég fann: http://katarina-me.blogspot.com/
Þarna er færslan mín mætt og allar hinar sem voru á gamla blogginu…
haha. vá þetta er svo stórkostleg! það væri reyndar líka sniðugt ef hún kópera þessari færslu.
hehe, já, það væri frekar fyndið ef hún myndi kópera þessa færslu þar sem er verið að tala um hana og setja á bloggið sitt :) Þá væri þetta komið í hringi…
vá hvað þetta er spes
Þú hefur þá einhvern sem vill stela þínum færslum… það vil eeeenginn stela mínum *grát*
:)