Iceland Airwaves 2007 búið… ég er strax farinn að hlakka til Airwaves 2008.
Dagur 4
Þá var það dagurinn sem maður var búinn að bíða eftir… Maður fór beint á Listasafnið – mjög sáttur hvað það var stutt röð og hvað maður var fljótur inn – líklega þar sem það var svo mikið annað í gangi annars staðar (bæði kostur og galli). En við mættu stuttu áður en Annuals byrjuðu. Ég var bara að fíla Annuals nokkuð vel – hafði eiginlega ekkert heyrt í þeim áður en það var bara mjög góður kraftur í þeim – dugleg á trommurnar. Síðan voru þau skiftandi um hljóðfæri – m.a. bara í miðju lagi – mixing it up. Söngvarinn fór t.d. á trommurnar og þá fór annar af tveim trommurum á gítar. Gott stöff.
Hérna eru þau að taka eitt hressandi lag (veit ekki hvað það heitir):
Meðal áhorfandanna var gaur að búa til hatta úr dagblöðum og dreifa þeim út um allt, fólk var síðan byrjað að hjálpa honum að búa til fleiri hatta – áhugaverður gjörningur. Strax eftir Annuals myndaðist (eins og við mátti kannski búast) töluverð löng röð á klósettið. En það lá líklega meira á sumum þar sem gaurar voru byrjaðir að míga í vaskinn – nice. Hvernig er það, eru ekki klósett á 2. hæðinni? Annað – á undan Bloc Party var spilað alveg dúndrandi partý dans tónlist – Darude, Aphex Twin og annað hressandi. Mér fannst eitthvað skrítið við að hita þannig upp fyrir rokk-tónleika, en fólkið var greinilega að fíla þetta – dans tónlist kemur manni alltaf í gott stuð.
Þá var það bara að bíða eftir aðal númeri hátíðarinnar: Bloc Party. Eins og alvöru rokkurum sæmir létu þeir bíða smá eftir sér – held að þeir hafi byrjað svona 20 mínútum á eftir dagskránni. En þetta voru brillíant tónleikar eins og við mátti búast – tóku alla helstu slagarana og héldu uppi góðri stemmningu. Reyndar skandall að það var eins og þeir gerðu ekki ráð fyrir að láta klappa sig upp, eða nenntu því ekki – það var alla veganna alveg slatti af fólki sem reyndi að klappa þá upp en það var bara sett eitthvað Grease lag í hljóðkerfið og ljósin kveikt.
Hérna er Bloc Party að taka Banquet:
Endirinn á Flux:
..og síðan Like Eating Glass:
Eftir þetta var maður ekki alveg viss hvert skildi halda… En við ákváðum að fara á Gaukinn þar sem hr. partý var þar. Þegar við komum var FM Belfast að klára settið sitt – hellingur af fólki á sviðinu og það virtist vera ágæt stemmning í gangi. Þegar þau voru búin ákváðum við Bjössi að tjillla aðeins á meðan við kláruðum bjórinn okkar. Eftir það komu tvær hressar gellur frá NYC – Roxy Cottontail. Samkvæmt MySpace síðunni hennar (Roxy er víst bara ein gella, hin gellan var líklega vinkona hennar sem hjálpar stundum til) spilar hún “Rap / Punk / Disco House”. Hvað sem þetta var þá var ég að fíla það.
Smá tóndæmi:
Roxy Cottontail – Playmate (Jesse Rose remix)
Næst var haldið á Barinn þar sem Moonbootica héldu upp góðri elektró-dans stemmningu þar sem maður dansaði af sér rassgatið langt fram á nótt. hr. partý var með fáránlega töff gleraugu sem fara öllum alveg skuggalega vel ;)
Dagur 5
Þá var það lokahnykkurinn – fórum á Nasa og náðum síðasta laginu hjá Horsebox. Síðan byrjuðu The Magic Numbers alveg á slaginu. Þau voru mjóg góð. Virkilega pro performance – lögðu mikið í þetta. Þau spiluðu bæði rólega og hress rokk lög – flottur endir á Airwaves. Fannst reyndar magnað að þau voru með lengra show en Bloc Party – ca. 1,5 klst. – kannski áttu þau bara til meira efni.
Hérna eru þau að flytja… já, nei, veit ekki hvaða lag þetta er – finnst samt ég hafa heyrt það áður – veit einhver hvaða lag þetta er?:
Uppfært: maple segir að þetta sé lagið Love Me Like You:
Þar hafiði það… Iceland Airwaves árið 2007.
Það er magnað hvað það er svo allt öðruvísi að upplifa tónlist live – tónlist sem maður hlustar á í tölvunni og finnst vera svona “meh, allt í lagi” getur verið virkilega góð live. Maður verður að muna að fara reglulega á tónleika – alltaf hressandi.
Ég held að það fari ekkert á milli mála að Bloc Party stóð upp úr Iceland Airwaves 2007. En eins og í fyrra þá lendir maður oft í að rekast á bönd sem maður veit ekkert um en koma manni skemmtilega á óvart – þetta árið var það Roxy Cottontail. Eiginlega bara heppni að maður tékkaði á þeim… of Monreal voru líka mjög góð ..og Annuals – ok, ok, þetta var mest allt brilliant :)
Hefði í rauninni getað farið á mun fleiri tónleika en ég er nokkuð sáttur við það sem ég sá – live tónlist 5 daga í röð er nokkuð gott. Spurning að reyna kannski að mæta fyrr á næsta ári – sjáum til…
Held að það sé næsta víst að Andy flippari frá Kaliforníu sé eftirminnilegasti túristinn (gaurinn með jólaseríuna). Síðan var brillíant þegar við sáum [áberandi mann í íslensku viðskiptalífi] vera draga á eftir sér kvenmann kl. 5 að nóttu til í rigningunni – eitthvað sem ég bjóst ekki við að sjá :)
Myndir! Já, já, hérna eru myndir frá seinni hluta Iceland Airwaves 2007 – ég mynni líka fólk á að tékka fyrra Airwaves 2007 settið. Allt í allt eru þetta 207 myndir. Alltaf gaman af photos – er það ekki annars?
Síðan eru öll video-in (10 stykki) sem ég tók á þessum YouTube playlista – var t.d. ekki búinn að linka í annað video með The Magic Numbers og eitt stutt með Roxy Cottontail.
Ég þarf að redda mér lögum með Annuals og of Montreal + fleiri lög með Roxy Cottontail og The Teenagers …og með fleirum ef ég rekst á það. Verst að Íslendingar geta ekki auðveldlega keypt í gegnum iTunes búlluna – jæja, maður reddar sér einhvern veginn.
Iceland Airwaves ’07 var snilld – þetta festival er ég held barasta það besta sem gerist (menningarlega séð) á Íslandi á hverju ári. Virkilega gott framlag – eiginlega bara fyndið/fáránlegt að norska ríkið sé að styrkja þessa hátíð en ekki íslenska ríkið.
Þá er bara spurning hvaða mega-band Bjössi ætlar að panta fyrir næsta Airwaves? Hvað með Rage Against The Machine?
Síðast uppfært 17. September, 2013
maple says
skoo já ég hefði átt að vera að chilla aðeins á roxy cottontail, ég ætlaði eiginlega að sjá það – en svo hélt ég einhvernvegin að allir væru að fara og ég yrði einn eftir, hefði samt átt að tjilla bara með köllunum og tjékka á þeim, frekar en morðingunum sem voru ömurlegir, enda ekki mitt stuff.
Gleraugun góðu eru frábær að því leiti að þau passa á alla undantekningarlaust, og yfirleitt gera þau alla mun svalari en allir voru fyrir.
getur notað http://www.seeqpod.com til að tékka á einhverju stöffi, ég setti saman trylltan airwaves lista (http://www.seeqpod.com/music/?plid=d80e5a06dd) sem ég veit ekki hvað verður geymdur þarna lengi – en svo fyrir neðan eru alltaf sýndar slóðir á lögin, þar getur maður bara “fengið þau lánuð”…
maple says
já og magic numbers lagið heitir love me like you – er á playlistanum úr fyrra kommenti og þú hefur heyrt það aður því það var á fullu í útvarpinu fyrir svona ári
Hannes says
OK, kúl – takk fyrir maple. Búinn að uppfæra.
Danke schön líka fyrir Airwaves listann – ég tékka á honum.
Bjössi says
Fólk bíður auðsjáanlega í öngum sínum yfir því hvaða hljómsveitir ég vil sjá á Airwaves 2008. (lesist: Nesi) Það verður að viðurkennast að þetta er mjög erfitt, enda snýst upplifunin á Airwaves um að heyra eitthvað nýtt, eitthvað sem maður hefur aldrei heyrt eða séð áður. Þar fyrir utan er ég ekki nægilega mikið inn í underground indie heiminum.
En mig langar að fá Kings of Leon, það gæti orðið stóra nafnið á næsta ári. En kannski eru þeir of þekktir. LCD Soundsystem kemur líka til greina. Mig langar líka að sjá Maximo Park.
Nú hafa Danir aldrei verið þekktir fyrir að gera góða tónlist, reyndar er það svo að öll tónlist sem þaðan kemur virðist ver viðbjóðslegt sorp. En það eru til ljósir punktar í danskri tónlist (fyrir utan Aqua). Líklega er Mew það besta sem þaðan hefur komið og væri til að sjá þá á Airwaves, ásamt nýju vonarstjörnu danskrar indie tónlistar Munich frá Árósum.
En hvernig væri nú að fá The Chemical Brothers? Ég sé fyrir mér tryllt danskvöld á Nasa eða Listasafninu, með GusGus og Motion Boys og öðrum hressum böndum. Þetta væri töff. Þessa hugmynd fékk ég þegar verið var að spila tryllta danstónlist áður en Bloc Party steig á stokk.
Þó ég fái engar af mínum óskum uppfylltar, þá er það í góðu lagi. Airwaves 2008 verður snilld og ég mæti!!!
Hannes says
Já, já, þetta er glæsilegur óskalisti. Vonandi að eitthvað af þessu rætist.
Tryllt danskvöld hljómar vel – Steed Lord, Motion Boys, GusGus og Chemical Brothers gæti verið þétt session.
En já, það skiptir eiginlega ekki máli hvaða hljómsveitir verða – Airwaves 2008 verður pottþétt algjör snilld, hef ekki trú á öðru.