Iceland Airwaves í fullum gangi… Bjössi var með nokkuð gott review af fyrstu tveim dögunum. En ég ætla samt að pósta því sem ég var búinn að skrifa hjá mér.
Dagur 1
Eftir baddann skellti maður sér á Nasa þar sem Lights on the highway voru að spila. Fín lög – ég hélt ég hefði bara náð rétt í lokinn á prógramminu þeirra en ég náði víst öllu sem var víst alveg heil 3 lög. Eftir það kom Shadow Parade sem var allt í lagi, fínt íslenskt rokk – þeir voru með 1-2 nokkuð góð lög.
Dagur 2
Byrjaði á Nasa þar sem Best Fwends voru í hressandi spassakasti – minntu svolítið á Kid Carpet. Þetta voru bara tveir gaurar með iPod fyrir playback, 2 hljóðnema og síðan voru þeir hoppandi um sviðið, öskrandi – sýnir sig að það þarf ekki að vera mjög erfitt að búa til tónlist ;)
Eftir það kom Retro Stefson – íslenskur fjöllistahópur, fín lög. Síðan kom The Teenagers – hressandi rokk með playback af MacBook – tóku Homecoming og fengu hjálp frá söngkonunni úr Slow Club – stutt video sem ég tók:
Eftir það hoppaði maður yfir í Listasafnið af því að þar voru að fara að byrja Grizzly Bear sem var svona mælt með – þegar við komum var alveg góð röð – náði alveg út á horn. Sem betur fer fór röðin að hreyfast og maður þurfti ekki að bíða alltof lengi. Frekar skrítin tónlist – róleg, sýrukennd… Eftir að hafa gefið þeim smá séns beiluðum við Bjössi aftur á Nasa til að ná Late of the pier — þeir voru bara nokkuð góðir með kraftmikið og hressandi rokk. Reyndar skandall að þeir spiluðu bara í 30 mínútur og það virtist ekki vera mikill áhugi í áhorfendahópnum fyrir að klappa upp… Þannig að með því endaði annar dagur Airwaves.
Dagur 3
Maður var ekkert að stressa sig að mæta snemma… stefnan var tekin á Listasafnið þar sem ég var að vonast til að ná í seinni hlutann af Trentemöller – en maður lenti í frekar langri röð… maður var orðinn bjartsýnn þegar hún fór að hreyfast nokkuð hressilega en síðan þegar það var næstum komið að okkur stoppaði hún bara algjörlega og var ekki hleypt inn fyrr en Trentemöller var búinn.
En maður komst loksins inn – Múm fór að spila og maður svona hlustaði á það með öðru eyranu – ekkert að fíla þá tónlist í klessu. Ég rakst á Andra Sig í Listasafninu og hann var að flassa AAA passanum sínum – lucky bastard. Já, það getur borgað sig að vera í vefsíðubransanum ;) Loksins byrjuðu of Monreal sem var mikið stuð – mjög sáttur við að hafa tékkað á þeim. Eftir það skunduðum við á Nasa og rétt náðum í endasprettinn á GusGus – sem var algjör snilld. Á sviðið voru komnir með þeim Ghostigital, Krummi og Hairdoctor – góð stemmning. Síðan var Hr. Örlygur á kantinum þarna – kannski að hafa áhyggjur að það væri ekki verið að fylgja dagskránni nógu vel.
Síðan dróg GusGus sig í hlé og Ghostigital byrjaði að spila seamlessly – nokkuð töff. Hef ekki hlustað mikið á Ghostigital en þetta var ágætt – elektró craziness. Þegar þeir voru búnir fór maður á Lídó til að tékka á The Viking Giant Show. Að lokum endaði maður á Vegó – það var byrjað að rigna og of löng röð á Barinn þannig að maður nennti því ekki.
Jæja, nenni ekki að bulla meira – þarf að drífa mig á tónleika.
Búinn að henda inn myndum sem ég tók – 100 stykki. Nennti ekki að keyra þessar myndir í gegnum einhvern filter, laga liti og svona… hefði bara þýtt að myndirnar hefðu ekki farið á netið fyrr en kannski rétt fyrir jól ;)
Annars er pælingin að setja saman hljómsveit svo maður geti reddað sér Artista-passa fyrir næsta Airwaves. Það ætti ekki að vera svo erfitt – bara redda sér MacBook sem maður notar í playback á töktunum sem við semjum, síðan bara öskra í hljóðnema og hoppa um sviðið (sbr. Best Fwends). Síðan getur maður jafnvel bætt við gítara og þá er maður golden.
Síðan eru 2 video í viðbót sem ég tók: GusGus og The Viking Giant Show
Síðast uppfært 22. November, 2007
Ég á erfitt að með að horfast í augu við það að Airwaves sé búið að þessu sinni. Ég er þegar byrjaður að telja niður fyrir næstu hátíð.
Haldiði kjafti, þetta var hundleiðinlegt, ég hata Airwaves!
Ari: Ekki vera svona reiður. Þú getur huggað þig við að skoða myndir frá Iceland Airwaves (fleiri myndir á leiðinni) + nokkur Airwaves video. Síðan bara hlakka til næsta árs – Iceland Airwaves 2008 verður örugglega ennþá betra :)
Einhvernveginn hefur þetta samt alltaf farið framhjá mér! Ég er greinilega ofurplebbi af guðsnáð :O
Ella: Það er náttúrulega bara skandall! Þú ert ekki maður með mönnum (já, eða kona með konum) nema þú farir á Airwaves – Ari var nú alla veganna búinn að redda sér armbandi (þótt hann hafi ekki notað það).
Þú verður bara að mæta á næsta ári – gengur ekkert annað.