Það er alltaf gaman að taka myndir… Maður hefur verið að taka fleiri og fleiri myndir með árunum og hefur maður átt nokkrar myndavélar. Þegar ég fermdist fékk ég Kodak APS myndavél og reyndi maður að nota hana þegar tækifæri gafst – en mig minnir að hún hafi aðallega verið notuð í ferðalögum. Síðan þegar ég útskrifaðist úr Verzló fékk ég líka þessa fínu Sony DSC-P32 sem hefur reynst mér vel síðustu 4 ár og hefur skilað mér nokkrum frekar flottum myndum. En mig hefur alltaf langað í “alvöru” myndavél – þar sem ég get breytt öllum hugsanlegum stillingum, sett á mismunandi linsur, o.s.frv…
Fyrir stuttu var maður víst að útskrifast aftur og hvað ætli maður hafi fengið — þessa líka glæsilegu Canon EOS 400D. Þetta er sko alvöru myndavél og er maður ennþá að læra almennilega á hana. Síðan langar mig að kaupa fljótlega fleiri linsur. Ég held ég kaupi mér næst fisheye linsu – mér finnst þannig effectar fáránlega töff.
Ég er búinn að vera bæta við nokkrum “töff myndum”… Fólk á náttúrulega að tékka reglulega á flickr síðunni minni – en svona til öryggis ætla ég að birta nýjustu myndirnar hérna:
Ætla ekkert að hafa þetta mikið lengra því þá myndi ég örugglega fresta því enn frekar að pósta þessari færslu. Segir mynd hvort eð er ekki meira en þúsund orð? Þá ætti ég að vera kominn með vel yfir 10.000 orð – það ætti að vera nokkuð gott :)
var ekki búið að ræða þetta?? getur ekki bæði verið forritari og ljósmyndari, verður bara að velja
Já, ok… þá neyðist ég víst til að segja upp.