Það er bara eitthvað fáránlega fyndið við þessa mynd:
Gaurinn er alveg mest reiður á meðan stelpan glottir bara ánægð með góðan feng… Instant classic.
Í öðrum fréttum… ég er svo þokkalega að fara á Air tónleikana þann 19. júní. Ein af mínum uppáhaldshljómsveitum – á 3 diska með þeim og þeir eru fáránlega smooth. Hver vill koma með? Hérna er eitt hresst tóndæmi frá nýjustu plötunni þeirra, Pocket Symphony:
Síðan virðist sem ég geti ekki dansað með Matt á Ingólfstorgi þar sem ég verð víst í kokteilboði hjá HR á þeim tíma. Annars gott flipp hjá þessum Matt – ekki leiðinlegt að fá borgað fyrir að dansa eins og vitleysingur um allan heim.
Síðast uppfært 17. January, 2012
Bjössi says
Mig langar meira á tónleikana með The Rapture sem er 26.júní. En ég skal koma með þér á Air ef þú kemur með mér á The Rapture, af því gefnu að það geri mann ekki gjaldþrota að fara á báða tónleikana.
Hannes says
Hmm… Þetta er nokkuð freistandi tilboð. Það getur vel verið að ég taki því – já, ef þetta fer ekki með mann á hausinn.
The Rapture voru að gera góða hluti á Airwaves þarna um árið – komu ferskir inn, hresst rokkband sem maður hafði varla heyrt um áður…
Bjössi says
ódýrustu miðarnir á Air kosta 3900 kr, það er sama miðaverð og á The Rapture. Það þýðir 7800 kr. á báða tónleikanna. Í augnablikinu myndi það fara langt með að gera mig gjaldþrota. En gjaldþrot stoppar mann ekki í því að fara á góða tónleika.
Hannes says
Hmm… já, þetta er ekki gefins. En hvað gerir maður ekki fyrir góða tónleika? Maður skellir þessu bara á visa, seinni tíma vandamál ;)
En hvað er málið með þessa “palla” – er það eitthvað fyrir framan stúkuna sem er búið að hækka smá þannig að fólk sjái betur? Er þetta bara hugsað fyrir dverga?
maple says
djöfull er brjálaður fídus í netvibinu maður, ég er með official í rss kubbi þar, og ef það er lag með færslunni, þá ýti ég bara á play og netvibes byrjar að spila lagið bara í heddernum hjá ser…
vangefið kúl sko. svo er hliðina á play download, svo ég get bara downloadað því – ég þarf aldrei að fara officialstation.com aftur.
maple says
http://www.netvibes.com
Hannes says
Já, þetta er nokkuð nett. Mörg RSS tól með svona (eins og Google Reader – styður reyndar bara eitt lag per færslu…).
En þetta er reyndar ekki nógu kúl – ég vil að fólk fari actually á officialstation.com ;) Þetta er ekki alltaf formað nógu töff í RSS tólum…