Úff… maður er ekki alveg að átta sig á þessu, en maður er í rauninni búinn í skóla… í bili. Vorum að sýna verkefnið í dag… Sýningin gekk mjög vel, en vá hvað maður er búinn á því – maður er náttúrulega búinn að vera vinna í þessu alla önnina og þetta er búið að taka svona temmilega á – sérstaklega síðustu dagarnir/vikurnar. En nú er þetta búið, ekkert annað eftir nema að útskrifast.
Það verður fagnað allrækilega á föstudaginn þegar flestir eru búnir að sýna. Síðan verður tjillað eitthvað áður en maður fer í 9-5 pakkann. Veit nú ekki alveg hvort ég sé tilbúinn fyrir svona 9-5 pakka sem er lengra en rétt yfir sumarið. Það kemur bara í ljós… Þetta verður örugglega ótrúlega gaman og spennandi :)
Til hamingju med skolalokin. 9-5 pakkinn er orugglega sweet, tha tharf madur allavegana ekki ad laera heima.
Thad er fokking nice ad vera herna a Sharm el Sheikh, nema ad eg er alveg oheyrilega thunnur thegar thetta er skrifad.
bjössi. afhverju ertu á internetinu í fríinu í egyptalandi??? þetta er algjörlega til skammar. internetið er bara til að vera á þegar maður er heima hjá sér og hefur ekkert betra að gera. ekki þegar maður er í útskriftarferð. þú átt hvort eð er eftir að sjá allt þegar þú kemur heim! held ég taki þig í meðferð, þetta er merki um fíkn.
Hahaha, góður Bjössi að láta grípa þig glóðvolgan á internetinu like that…
Annars get ég staðfest að kynningin gekk mjög vel hjá honum Hannesi (hinir tveir gaurarnir voru agalegir, en Hannes “studmuffin” Johnson bætti það algjörlega upp!) Allt undir 9 væri skandall!
Já til hamingju, ég vona að ég fái ekki að finna fyrir spam-mastah e-mail kerfinu ykkar :)
hvernær er útskrift? hvenær er veisla með flæðandi bjór og dúndrandi rave tónum?!
Hannes studmuffin hljómar mjög vel, þú ert hér með kominn með nýtt nafn í símasrkánni minni.
Mikið er ég hjartanlega sammála þessu… svo gott að vera laus og búinn og þurfa ekki að fara í skóla í haust og eiga jólafrí og hey, sumarfrí, og engin próf og engin verkefni og fullt af útlöndum og regnbogum *anda inn*
Einar – nei, nei, þetta kerfi verður bara notað til að senda löglegan markpóst ;) – Annars sá ég til þess að það er einstakleg auðvelt að afskrá sig…
Útskriftin er 9. júní – jú, jú, það verður dúndrandi rave. Nánar síðar…
Hmm… já, Hannes studmuffin hljómar ekkert svo illa – er að spá í að taka það upp sem millinafn.
Engin fleiri próf – já, það er sko ljúft líf.