Já, það lítur út fyrir að ljósmyndanámið í Danmörku hafi borgað sig ;) Er maður ekki orðinn alvöru ljósmyndari þegar það er búið að “gefa út” mynd sem maður tók? Aglavegna… bæklingurinn er kominn á netið: PDF á Fordham síðunni. Síðan er hérna PDF í betri gæðum sem þau sendu mér. Myndin mín er þarna í hægra neðra horninu á fyrstu síðunni [hérna er hún á flickr].
Síðan er ég búinn að henda nokkrum nýjum myndum inn á flickr:
Nenni ekki að hafa þetta lengra. Hef ekkert tíma til að bulla endalaust – annað en sumir ;) – maður er á lokasprettinum með lokaverkefnið… Skilum 14. maí og síðan sýning 16. Ég held að kassinn af bjór sem ég vann í pókermótinu ætti að koma sér vel eftir þetta allt saman ;)
Síðast uppfært 18. April, 2009
Bjössi says
Listanörd, viltu ekki bara flytja í kommúnu og gerast hippi??
Besta myndin er af London Eye, enda er ég á henni eins og öllu flottu myndunum.
Trausti says
töffari, nafnið þitt er fáránlega áberandi á myndinni í bæklingnum. En það er bara töff fyrir þig.
Bergur says
Jamm, mjög flott, congrats.
Hannes says
Takk, takk.
Já, ég held alveg að næsta skref sé bara að flytja í kommúnu. Er ekki málið að stofna íslenska Kristíaníu? Örugglega áhugi fyrir því…
Hmm… já, ég skil ekki hvernig þér tekst að vera á flest öllum flottu myndunum Bjössi. Eða kannski eru myndirnar töff af því að þú ert á þeim – pæling… ;)
Bjössi says
Nesi, þessari pælingu þinni er auðsvarað, svo auðsvarað að það er óþarfi að eyða tíma í að svara henni…..
Svo er greinilegt að þeir sem stúdera lögfræði vita hvað eru flottar myndir þegar þeir sjá þær, sbr. starfsfólk Fordham Law School.
maple says
djöfull ertu röglaður, setja eitthvað art museum á flikker, þú verður að ákveða – annaðhvort verðuru graffari eða forritari, ekki hægt að vera bæði.
Hannes says
Nú, má maður ekki vera bæði? Damn… en ég veit um alveg nokkra forritara/graffara.
Jæja, þá verð ég víst að hætta við að vera forritari…