Skellti mér á GusGus tónleikana á laugardaginn og ég er vel sáttur með að hafa farið af því að GusGus heldur BESTU. TÓNLEIKA. EVER. Þau ná að skapa alveg geðveika stemmningu. Jack Schidt (aka Margeir) var að hita upp þegar við mættum. Fínt session hjá honum – hann var meira að segja að mixa predikun hjá Gunnari í Krossinum við einhverja feita takta sem kom bara furðu vel út.
Síðan kom gusgus á svið og rústaði pleisinu, alvöru rave stemmning, glow sticks og alles. Ég var á dansgólfinu mest allan tíman og var að fíla mig í tætlur. Þau voru náttúrulega klöppuð upp og í lokinn tóku þau David – það var líka eins gott að þau tóku það af því að David er BESTA. LAG. EVER. Sérstaklega Live – algjör snilld. Maður fer í algjöran trans.
Ég verð að muna eftir því að reyna fara á sem flesta gusgus tónleika – þetta gerist ekki betra. Síðan er þetta líka hin fínasta líkamsrækt – maður svitnaði eins og ég veit ekki hvað.
Ég gef þessum tónleikum 5 diskókex af 5 mögulegum.
Diskurinn Forever er líka mjög góður og fær hann 4 diskókex. Hérna er smá tóndæmi:
Hold You (Hermigervil’s remix)
Moss (feat. Daníel Ágúst)
Bjössi says
Þú hefur greinilega ekki farið á tónleika með Írafár!!
nezi says
Já, ég hef heyrt að Írafár séu með þeim betri (ef ekki best). Mig rámar reyndar í að ég hafi farið á sveitaball í Verzló þar sem Írafár var að spila – en ég var náttúrulega á LSD þá þannig að…
maple says
útgáfutónleikar í svörtum fötum í austurbæ 2003 – þeir voru feitir.
maple says
eða var það 2002?