Ron Jeremy kom til Íslands fyrir nokkrum árum… Hann var eitthvað að plögga myndina sína og standup sem hann var með í Háskólabíó.
Maður var í Verzló á þeim tíma og það kom skemmtilega á óvart þegar Ron Jeremy valsaði inn til okkar með Sveppa, Audda og einhverju camera crew-i. Hann spjallaði eitthvað við okkur og “kenndi” okkur í smá tíma – þetta var allt tekið upp og sýnt á Popp Tíví. Hann var víst kennari áður en hann fór í dóna bransann og ef ég man rétt var hann m.a. að kenna okkur um ameríska mannkynssögu eða eitthvað.
Þar sem ég er náttúrulega fan #1 þá bað ég hann um eiginhandaráritun. Hann reyndar misskildi mig eitthvað og skrifað hana til Johannes ;)
Þetta er náttúrulega priceless gripur en ég er tilbúinn til að selja þetta fyrir 97.000 kr. (stgr.) eða í skiptum fyrir eitthvað annað – eins og t.d. eiginhandaráritun frá Jack Bauer …uh, ég meina Kiefer Sutherland.
Síðast uppfært 3. May, 2007
maple says
domino nigga, domino!
nezi says
Vííí – og það er rétt, þú færð 3 stig.
Ari says
Hmm… skrifað í snobbið ef mér skjátlast ekki… :)
nezi says
Ari – jú, mikið rétt. Það var svona hentugasta sem ég hafði við hendina – massívur pappír og mjög eigulegt. Ef það er enginn sem vill kaupa þetta held ég rammi þetta bara inn – en kannski prófa að selja það á eBay fyrst.
Ella says
Ég skal kaupa þetta skjal af þér á 23 krónur og læt fyglja með eitt stykki grjónapúða!
Hannes says
Já, þú segir nokkuð… spennandi tilboð. En hvað segiru um 47 krónur og 2 grjónapunga …og sleikjó?
Ella says
You devious devious man!
Bjössi says
Er ekki kominn tíma á blogg????
nezi says
Jú, það er rétt… ég reyni að blogga amk einu sinni í viku og núna eru nánast 2 vikur síðan ég bloggaði síðast – þetta náttúrulega gengur engan veginn.
Það er bara búið að vera svo mofo crazy að gera – og ég nenni varla að pósta einhverju “það er búið að vera svo mikið að gera” blöögi ;)
En já, ég skal henda einhverju upp við skæri… ég meina, við tækifæri.
Bjössi says
Ég tek engar svona afsakanir gildar, mikið að gera – smikið að mera. Það skiptir bara engu máli. Þér ber að halda lesendum þínum ánægðum og nú er amk einn lesandi ekki sáttur. Og hann vill úrbætur!!