Nú er ekki langt síðan að verð í bíó hækkaði upp í 900 kr… Þeim tókst nú að lauma þessu inn án þess að mikið væri gert úr því – sá nú ekki mikið í fjölmiðlum um þetta eins og var þegar þeir hækkuðu upp í 800 kr. Reyndar fínt að fá alltaf 20% afslátt í gegnum Svarta kortið þegar maður fer í Sambíóin eða Háskólabíó – síðan verður maður bara að vera duglegur að redda sér frímiðum hér og þar…
En núna er búið að hækka verðið í strætó upp í 280 kr. (úr 250 kr.) fyrir eina ferð út í bæ og það kostar núna 650 kr. að leigja sér mynd á flestum video leigum. Maður þarf nú ekki að horfa á mynd oft til að það borgi sig bara að kaupa hana á DVD – Nýjar myndir kosta rúmlega 2.000 kr. og maður getur oft fundið klassískar myndir á ca. 1000 kall. Hvað þá með að kaupa þetta bara á netinu eða þegar maður fer til útlanda…
Síðan eru náttúrulega “aðrar leiðir” til að nálgast svona efni – og þá átt þú ekkert á hættu að þurfa að borga sekt af því að þú náðir ekki að skila myndinni… Ég ætla alla veganna að hugsa mig tvisvar um áður en fer næst út í leigu.
Með þessu áframhaldi sé ég alveg fram á að video leigur verði nokkurn veginn dauðar eftir 2-3 ár. Þær þurfa alla veganna að breyta eitthvað til ef þær vilja krafsa í bakkann aðeins lengur – Gefa manni einhverjar góðar ástæður fyrir því að fara til þeirra í staðinn fyrir að nota aðrar leiðir. Hvernig væri t.d. að leyfa manni að vera með gömlu myndina í viku? Eða gefa manni nýja mynd (að eigin vali) þegar maður er búinn að leigja 10-20 myndir hjá þeim (og skila fyrir 9)? Gefa manni snakk og/eða gos með hverri mynd – eitthvað þannig… Það að hækka verðið er alla veganna ekki rétta leiðin.
Já, það er ekki ókeypis að lifa…
Hei, ég á hálfs-árs afmæli í dag, vúhú!!!
Bjössi says
Crazy shit!! Er einhverjum öðrum illt í rassinum?
Svo skal ég lofa þér því að breytingarnar á vaskinum sem taka gilda 1.mars mun ekki breyta neinu. Heildsalar og verslanir verða búnir að sjá til þess að allar vörur hækka áður en þær lækka aftur. Svo er okkur sagt að fylgjast vel með og sniðganga þá sem hækka vöruverða. Nú, jæja. Það er hins vegar frekar flókið þegar að allir hækka verðið. Það geta þeir gert vegna fákeppni. Hvern eigum við að sniðganga? Ekki getum við keypt mat í gegnum netið eða farið til útlanda og keypt í matinn þar. Þetta er alveg orðið óþolandi, allir kenna öllum öðrum um verðhækkanir eða tala um gengishækkanir og eitthvað bull. Hvar eru verðlækkaninar þegar gengið lækkar. Þá er talað um hækkun á launakostnaði eða öðrum rekstrarkostnaði. Síðan hvenær hefur það líka verið gild ástæða fyrir að hækka verð bara því það hefur ekki verið gert í einhverja mánuði? Það er svo auðvelt að afsaka allt, því neytendur geta ekkert gert í því. Nema þá kannski að hætta að kaupa vöruna. Besta leiðin til að lækka vöruverð er að flytja í burt af Íslandi. Sjálfur hef ég hug á því að gerast munkur í fjarlægu landi þar sem Baugur hefur ekki náð yfirráðum á öllu.
maple says
go bjössi