Ég var að reyna að afskrá mig af póstlistanum hjá Bónus (sem er by the way ekki hægt – og það var annar aðili sem skráði mig til að byrja með, en það er annað mál…) og smellti á linkinn “Svolítið grín og gaman” til að sjá hvað bónus-mönnum finnst fyndið. Þá var þar nokkuð áhugavert video:
Þetta lítur út fyrir að vera myndbrot úr Malcolm in the Middle… Reyndar svolítið fyndið myndbrot :) En mér finnst kannski ekki alveg rétt hjá “virtu” fyrirtæki að vera birta ólöglegt efni á síðunni sinni. Ekki alveg nógu pro…
Don’t go givin’ me evils!
Síðast uppfært 10. April, 2009
maple says
bónus er ekki virt, og þeir reyna eins og þeir geta að halda í þá ímynd, sbr. sjónvarpsauglýsingarnar sem líta út eins og 10 ára amatör hafi gert þær.
sennilega til að halda ódýru ímyndinni svo fólki finnist það vera gera góðan díl, sem það yfirleitt er, nema það sé að kaupa eitthvað fressssshhhhh
Ævar says
haha þetta er nú helvíti fínt video… ekkert vera að dissa þá eitthvað fyrir þetta, svona ef við skoðum siðfræðihliðina á þessu… hver í fjandanum er að tapa. Annars sá ég einmitt jóhannes sjálfann í bónus… í bónus að checka á öllu svona spyrja hvort væri örugglega nóg starfsfólk og svona.. mjög hresst.
En já satt með þessa ýmind.. efsast stórlega að einhverjir hönnuðir séu að græða á því að gera bónuslayout.. og btw þá eru þeir ódýrastir ;).
Ævar says
og p.s. þetta er ekki ólöglegt efni.. bara mjög líklega ólöglega dreift :)
nezi says
maple – já, nákvæmlega, þess vegna hafði ég gæsalappir: “virtu”
Ævar – ég er svosem ekkert að skíta á bónus, kom bara svolítið á óvart að finna þetta video þarna. Myndi þér ekki bregða svolítið ef þú fyndir helling af myndbrotum úr Friends eða The Matrix á mbl.is? En ég er hins vegar vel pirraður út í þá að hver sem er getur skráð mig á póstlistann þeirra og síðan virkar ekkert að afskrá sig!
En þetta er kannski bara liður í því að viðhalda þessari ímynd sinni að vera cheap – að vera með alls konar drasl á síðunni sinni eins og “Vefmyndavél dagsins”…