Skólinn byrjaður aftur alveg á fullu… Fékk þessa gífurlega skemmtilegi stundatöflu – á bara að mæta í skólann á þriðjudögum og þá vill svo skemmtilega til að ég á að vera í tveim fögum á nákvæmlega sama tíma. Þannig að ég er eiginlega í fjarnámi í tveim fögum, frekar skrítið.
En síðan er maður náttúrulega á fullu í lokaverkefni, erum að undirbúa, skipuleggja, gera áætlanir og skýrslur núna. Ætli maður verði ekki nokkurn veginn 24/7 í þessu þangað til í sumar. En þá er maður líka búinn með þetta allt saman. Ekki hugmynd hvað tekur við eftir það… ætli ég fari ekki á sjóinn.
Já, þeir taka vel á móti manni hérna í skólanum á nýrri önn… Ég var uppi í skóla um daginn og ætlaði að tékka á blogginu mínu og fékk þessi skemmtilegu skilaboð:
Þeir settu upp svona filter stuttu fyrir jól – líklega til að reyna stoppa torrent traffík – en þeir eru líka að blokka alls konar aðrar síður. Hvað, erum við í menntaskóla?! Er okkur ekki treystandi að vafra á netinu eins og við viljum?
En það lítur út fyrir að þeir séu núna búnir að taka þetta fallega blogg af bann-listanum. Hef reyndar ekki hugmynd af hverju bloggið fór á bann-listann til að byrja með – kannski af því að það er svo ógesslega vinsælt eða vegna þess að ríkisstjórnin fílar ekki pólitískar skoðanir mínar.
Hinsvegar ef það gerist aftur að bloggið verður blokkað þá geta dyggir lesendur notað þjónustur eins og HideMyAss.com, proxify.com eða StupidCensorship.com.
maple says
gamla ritstjórnin mætt, minnir á versló forðum daga. eða bara vinnuna núna. ekkert b2 í vinnunni minni.
Einar says
Ætli Doddi Hauks sé ekki á bakvið þetta allt! Ha? HA!
Ari says
Er þetta ekki bara í samræmi við hækkað námsstig?
Það var einu sinni þannig að það var litið á fólk sem kláraði “landspróf” (samræmd próf núna) sem fullorðna einstaklinga…
Seinna var litið á þá sem kláruðu stúdentspróf sem fullorðna einstaklinga…
Nú er litið á þá sem klára BSc. eða BA. sem fullorðna einstaklinga (og ekki talað við þá sem fullorðna einstaklinga degi fyrr)…
Það er samt ekki einsog kynþroskaaldurinn hafi verið hækkaður eða eitthvað svoleiðis… (Ég var reyndar ötull stuðningsmaður þess að lækka kynþroskaaldurinn á mínum yngri árum… er svosem nokkuð sama núna…)
Þessi umræða minnir mig annars svosem á það hvað brúðkaupið, og það að “taka sér kvonfang” er orðið frekar þreytt… ég meina… kommon, þetta hugtak “að gifta sig” var fundið upp fyrir meira en 2000 árum, þegar meðalaldur fólks var rétt undir 30 árum (um 27 ára rokkstjörnualdurinn…)
Hver ætlast til þess (nú á dögum) að fólk sé saman alla sína ævi… þetta var ekki svo mikið “big a deal” þegar gaurar fóru í eina orrustu og dóu… en nú þegar gaurar fara ekki í neinar orrustur og eru geðveikt pirrandi (segja konurnar) heima hjá sér alla daga og ekkert gott leiðist af þeim (annað en sæðið sem gaf kvenmönnunum afkvæmi…) þá er eiginlega ekki jafn mikið point í hjónabandi… það er eiginlega orðið meira formsatriði að öll börnin séu svipuð… það er bara skemmtilegra :)
Ég meina, kommon, þegar hjónabandið var fundið upp, þá þurftu gaurar heldur ekkert annað en að þola sömu beljuna í einhvern smátíma… lífslíkurnar voru ekkert einhver 90 ár einsog núna…
Pointið er… það er miklu meira afrek nú á dögum heldur en það var, fyrir fólk að halda sín heit alla ævi heldur en það var… ” ’til death do us part er ekkert vandamál þegar lífslíkurnar eru 28 ár…” það er mun virðingarverðara fyrir fólk einsog ömmu mína og afa að virða sína heit heldur en sextánhundruðáragamla-ættingja þeirra…
bara mín skoðun…
Ævar says
hahaha, bömmer maður… af ótta við internet leysi í skólanum prófaði ég að setja upp proxy heima, það svínvirkaði, var kominn með proxy á 3 mín up and running. CCProxy heitir gripurinn, sleppur framhjá websensinu líka og bara furðu hratt. Sem betur fer gerði rhnet tonns af samningum þannig internetið heldur, en ég held honum uppi svona til að sleppa framhjá web sensinu þegar þess þarf.
Jamm merkilegt að þetta sé síðasta bs önninn.. verður weird að vera bara að vinna eitthvað … og bara engin skóli, múneh múneh
Trausti says
Maple minn, ertu ekki að meina ritskoðun?
maple says
já nema ritskoðunin hefur breytt þessu í ritstjórn