Já, viti menn – maður skellti sér bara til New York um þar-síðustu helgi. Það vildi þannig til að mamma og pabbi ætluðu að nýta einhverja vildarpunkta sem voru að renna út þannig að þau ætluðu að fara í stutta ferð til Bandaríkjanna. En síðan þurfti mamma að halda einhvern fyrirlestur í Úkraínu fyrir WHO þannig að hún komst ekki. Þau ætluðu þá bara að fresta ferðinni – en síðan kom það upp að ef miðarnir yrðu ekki notaðir fyrir 10. desember þá myndu þeir renna út.
Þannig að ég og pabbi hoppuðum stutt til New York. Maður er búinn að dreyma um að fara til New York í langan tíma þannig að þetta var náttúrulega algjör snilld. Ég missti mig svona nett á myndavélinni og var eins og versti japanski túristi – tók yfir 500 myndir á ca. 2,5 dögum og ég er búinn að setja megnið af þeim inn hérna.
Maður var nú aðallega að túristast og versla smá. Við skelltum okkur í svona hop on, hop off sightseeing bus – maður sá alveg helling af borgin á stuttum tíma þannig. Hoppuðum af í Soho og tékkuðum á frekar töff veitingastað sem heitir Balthazar.
Síðan var náttúrulega möst að tékka á Rockefeller trénu. Fórum líka á Times Square – alveg magnað pleis – það kom alveg hellidemba og þá kom einhver blökkukona og öskraði “Umbrellas, umbrellas, umbrellas!” stanslaust í 10 mínútur, eða s.s. þangað til að það stytti nokkurn veginn upp – en hún seldi líka alveg helling af regnhlífum ;)
Laugardagsmorguninn á meðan ég var að bíða eftir lestinni í borgina lenti ég í smá Phone Booth dæmi:
Ég sleppti því að svara – nennti ekki taka sénsinn á að það væri einhver sækó sniper á línunni… og þó, maður hefði kannski getað chattað við Kiefer Sutherland.
Við ætluðum upp í Empire State en það var 2 klst. biðröð þannig að við slepptum því. En við röltum bara um jarðhæðina… Skoðuðum Apple búðina sem er svona temmilega töff sjoppa. Bara glerkassi og síðan er allt batterýið neðanjarðar. Síðan þarf maður ekkert að fara á kassann til að borga – fullt af gaurum um alla búð með posa og síðan senda þeir þér bara reikninginn í e-mail.
Það var nóg af stretch Escalade/Hummer/whatever og öðrum limmum í NYC – nóg af bling bling… Síðan á leiðinni á Penn Station fór leigubíllinn niður Times Square þar sem ég tók þetta skemmtilega myndskeið:
Ég setti fleiri video á YouTube.
Við sáum fullt af frægu fólki í house of wax. Við löbbuðum eitthvað meira, versluðum smá og síðan þurftum við að drífa okkur á flugvöllinn.
Á JFK labbaði Mark Ruffalo framhjá mér – gífurleg gleði, ég ætlaði ekki að trúa því að ég færi til New York án þess að sjá eitthvað celebrity.
Það var reyndar yfir 2 klst. seinkunn á fluginu heim af því að einhver fugl flaug á flugvélina og það þurfti að tékka allt – en við fengum samt ekkert að vita fyrr en svona klukkutíma eftir að flugvélin hefði átt að fara af stað – það stóð bara alltaf Closing.
En mynd segir meira en 1000 orð þannig að ég hvet alla til að tékka myndunum sem ég setti inn – ekki gaman að eyða öllum þessum tíma í að setja þessar myndir inn ef engin skoðar þær ;) Síðan setti ég líka nokkrar vel valdar myndir á flickr – það er líka hægt að sjá þær sem voða fínt slideshow.
Ég er alveg að dýrka flickr – þetta er alveg AJAXað til helvítis þannig að það er allt bara click, drag & drop… maður getur edit-að nánast allt án þessa að þurfa að hlaða nýja síðu í hvert skipti. Kúl stöff.
Góða sagan og svo eru myndir alveg í uppáhaldi! Því meira af myndum því betra!
Þetta verður alveg freðalag útaffyrir sig hjá mér næstu jól + fullt af jólagjafainnkaupum ;)
Hmm… mamma þín er ég nokkuð viss um að var/er ekki í Who… Það eina rökrétta er að hún hafi verið/sé grúppía hjá þeim… True?
new jork, elskaða maður, ógeðslega fínt þar mig langar að flytja þangað grunar að það eigi vel við mig að tjilla alltaf þar. Hef veirð þar í sólarhring árið 2000.
mark ruffalo er ógeðslega svalur gaur maður, ég fíla hann.
æi ég nenni ekki að fara í gegnum svona margar síður af myndum maður – nota jólafríið sem er ekki frí í það
Já, Nýja Jórvík er snilld – ég held ég flytji þangað innan skamms…
Já, ég veit að þetta eru margar myndir ;) Tæplega 400 stykki – en það er góð hugmynd að nota jóla-“fríið” í að skoða þær allar – fjölskyldan getur öll safnast saman, drukkið heitt kakó og flett í gegnum myndirnar.
En það er fínt að tékka á flickr fyrst – það er svona brot af því besta.
Þarf að kíkja þangað við tækifæri, er samt pínu paranoiaður að vera analsearchaður og sendur til quantanamo fyrir vondar skoðanir