Gífurleg gleði – prófin búin og núna tekur við 3ja vikna námskeið.
Ákvað að skanna inn nokkrar gamlar myndir – svart-hvítar myndir sem ég tók þegar ég var í Grundtvigs Højskole. Maður fór í ljósmyndanámskeið þarna og við fengum svona manual myndavélar til að leika okkur með – þar sem maður þurfti að stilla allt sjálfur. Ekkert automatic point & shoot eins og maður er vanur með stafrænu myndavélarnar.
Maður vandaði sig miklu meira við hverja mynd þar sem maður var að borga fyrir filmuna, pappírinn og síðan þurfti maður að framkalla þetta sjálfur. En það var virkilega skemmtilegt að leika sér í myrkraherberginu og prófa sig áfram.
Tékkidát: teningar, haustlauf, gosbrunnur.
Eftir að Yahoo keypti flickr eru þeir búnir að bæta við alls konar sniðugum fídúsum. Einn sem mér finnst frekar kúl er svona geotagging fídús. Með því getur maður skráð nákvæmlega hvar ákveðin mynd var tekin og þá er maður með svona ljósmyndaheimskort fyrir allar myndirnar manns.
maple says
kewl
góður fídus í gangi á flikker
Ævar says
needo