Var að koma af Borat – Sjúklega fyndin mynd… það er alveg ótrúlegt hvað þeir eru tilbúnir að gera, alveg sjokkerandi fyndið. Maður varð alls ekki fyrir vonbrigðum – sjaldan sem maður hefur hlegið jafn mikið yfir einni mynd. Ég meina, hvernig er ekki hægt að hlægja að þessum manni:
Síðustu helgi fór ég á The Departed. Virkilega góð mynd. Það vilja náttúrulega allir vinna með Martin Scorsese þannig að hann hefur ekki átt í vandræðum með að fá topp leikara í nokkurn vegin öll hlutverkin. Hörku handrit – hellingur af twist & turns, allir að svíkja alla – en samt ekki of flókið þannig að þetta var komið út í rugl. Ein af must-see myndum ársins fyrir kvikmyndaáhugafólk.
Bjössi says
Geggjað, klukkan í tölvunni segir 01.22
Ég meig á mig í bíóinu og ekki frá því að hafi komið smá kúkur með….
Einar says
Já, borat er ein fyndnasta mynd sem ég hef á ævi minni séð í bíósal. Þvílík snilld. Hef ekki hlegið jafn mikið síðan ég sá hitler atriðið í Rat Race.. og þá er mikið sagt.
maple says
mér leiðast bíjómyndir. þoli ekki bíó
Trausti says
sammála öllum ræðumönnum! Borat er snilld er bíó er ömurlegt.