Loftbylgjur, já… þetta byrjaði á miðvikudaginn og maður fór beint úr baddanum á Gaukinn – rétt misstum af We are Scientists en horfðum bara á Dikta sem voru nokkuð góðir.
Á fimmtudaginn fór maður beint á Nasa þar sem Reykjavík! var að spila – hressir gaurar, dans atriði frá Motionettes, kollhnís, gítarinn í gólfið, alvöru rokk…
Eftir þá kom kanadíska hljómsveitin Metric sem ég var alveg að fíla – skemmdi ekki fyrir að söngkonan var temmilega sæt – greinilega ein eða tvær sætar þarna í Kanada…
Metric – Monster Hospital | Metric – Dead Disco
Við ætluðum síðan að tékka á Gauknum en það var alveg crazy röð þar þannig að við skelltum okkur bara á Ben Frost í Iðnó – það var… áhugavert. Smá Sigur Rós fílingur, en ekki jafn gott. Vorum ekki lengi þar.
Föstudagskvöldið byrjaði í mögnuðu vísó hjá Tölvumiðstöð Sparisjóðanna og eftir stutt stopp í Ásbyrgi var haldið á Nasa þar sem maður sá smá af Sign. Maður hoppaði síðan á Gaukinn þar sem Mammút var að spila, fórum síðan á Listasafnið og sáum Jakobínarínu
Síðan tók The Go! Team við – snilldar band, hress hópur, alveg að fíla aðalsöngkonuna sem kann sko að hrista sig ;)
Tékkuðum síðan á Brain Police á Nasa – þeir voru nokkuð góðir, ein af betri rokkhljómsveitum Íslands. Í lokinn afklæddist Jenni og sýndi stórt tattoo sem var á bakinu sínu – ég var ekki alveg að sjá hvað þetta var – gæti verið hundur eða selur ;)
Laugardagskvöldið fór maður beint á Listasafnið þar sem maður sá fyrst Leaves – þeir spiluðu alveg eftir áætlun, það var s.s. engin töf af því að það þurfti að dæla kaffi í trommarann svo hann væri hæfur til að spila (eins og gerðist eitt árið). Svo tóku við The Cribs – 3 hressir gaurar frá UK.
Þá var bara að bíða eftir Kaiser Chiefs sem ég held að sé öruggt að segja að hafi verið stærsta nafnið á þessari hátið. Eins og sönnum rokk-stjörnum sæmir létu þeir bíða eftir sér, en ekki of lengi. Byrjuðu af krafti og héldu því nokkurn veginn allan tímann. Söngvarinn tók náttúrulega sitt þekkta hopp nokkrum sinnum – og tók líka nokkur stage dive. Þeir tóku alla helstu slagarana: Every Day I Love You Less And Less, I Predict A Riot og Oh My God þegar þeir létu klappa sig upp, alltaf stemmning í því.
Maður skaust síðan rétt inn á Pravda í eitthvað einkapartý sem endaði fljótlega þannig að maður skellti sér bara á Nasa þar sem maður náði rétt í lokasprettinn hjá Hermigervli og sá síðan Dr. Mister & Mr. Handsome sem voru Kocaloca að vanda. Daníel Ágúst hoppaði líka upp á sviðið til þeirra og var hress þar að djamma með kampavín í annarri.
Sem betur fer þurfti ég aldrei að bíða lengi í röðum – þótt raðirnir voru nokkuð langar stundum þá gengu þær hratt fyrir sig. Held að ég hafi beðið í mesta lagi svona 10 mínútur þannig að ég minnkaði biðtímann minn um alveg 91,67% síðan í fyrra.
Skemmtilegustu tónleikarnir voru Kaiser Chiefs en Metric komu skemmtilega á óvart, hafði aldrei heyrt um þá hljómsveit áður og var alveg að fíla hana live. The Go! Team kemur síðan í humátt á eftir með hressa tónleika.
Glöggir lesendur munu einnig taka eftir að ég uppfærði myndirnar sem eru í film-rúllunni hérna til vinstri. Þetta eru allt myndir sem ég hef tekið með símanum mínum við hin ýmsu tækifæri.
Síðast uppfært 6. April, 2010
maple says
ég var búinn að sjá filmstrippið, mér finnst skemmtilegar myndir í gangi þar.
mizztir af drullunettum hangover tónleikum með pétri ben á dillon sunday – brjáluð snilld – troðfullur staður þar sem allir stóðu í grafarþögn, heyrðist sko ekki neitt, nema angurvær pétur ben. Klikkað töff
Hannes says
OK, ég beilaði alveg á sunnudeginum – vissi reyndar ekki af þessum tónleikum á Dillon. Hélt að það væri bara eitthvað á Gauknum.
maple says
OFF VENUE my friend. Reyndar var pétur ben líka á gauknum seinna um kvöldið, sá það ekki.
Einar says
Jámm… Leiðinlegt að rekast ekkert á þig, annars var mín dagskrá pínu öðruvísi en mér fannst heilt yfir hátíðin í ár mun betri en í fyrra. Kannski aðallega útaf biðraðarrruglinu í fyrra.
En já, það var fullt af sniðugum Off venue tónleikum, maður hefði átt að kíkja betur á þá..
Bjössi says
Airwaves var snilld. Kaiser Chiefs og Dikta stóðu uppúr að mínu mati. Kaiser Chiefs er með skemmtilegri tónleikaböndum sem ég hef séð. Þeir náðu upp gríðargóðri stemmningu enda lögin þeirra ansi dans- og gleðivæn.
Mestu vonbrigðin voru Dr. Mister and Mr. Handsome. Þeir hefðu alveg eins getað spilað geisladiskinn sinn. Þeir bættu engu við og mér fannst þér ekki ná upp neinni stemmningu. Þeir eiga greinilega bara 2 eða 3 góð lög.
Annars var mitt prógram það sama og Neza og er ég sammála honum í meginatriðum.
Ég bíð spenntur eftir Iceland Airwaves 2007. Ef ég má óska mér eins bands þá vil ég sjá Bloc Party.