Maður er byrjaður aftur í badminton – miðvikudagsbaddi er það sem koma skal næstu mánuðina. Gott stöff, ein af skemmtilegri íþróttum sem maður hefur prófað.
Tónlist er lífið. Punktur. Maður hlustar nú töluvert á hip-hop og fyrir kannski svona hálfu ári síðan heyrði ég í nýjum gutta – Chamillionaire (öðru nafni Hakeem Seriki). Nokkuð grípandi slagarar hjá honum… hérna koma 2 tóndæmi:
Chamillionaire – Picture Perfect og annað sem heitir Ridin’ — upplagt að blasta það þegar maður er að krúsa borg óttans, passið bara að löggan taki ykkur ekki riding dirty.
Ridin’ er líklega voða vinsælt í USA af því að Weird Al Yankovic er kominn með parodíu af þessu sem hann kallar White and Nerdy.
Ain’t got no grills but I still wear braces…
Náði nýlega í annað lag með Weird Al sem heitir Don’t Download This Song (sem þýðir náttúrulega að maður nær í þetta lag).
Don’t take away money from artists just like me. How else can I afford a solid gold humvee?
Gott stöff…
Já, síðan var ég að bæta við nokkrum töff myndum: lítil höfn, pretty birds og moi. Þeir sem eru búnir að skoða allt fotos digitales gallerýið eru reyndar búnir að sjá þessar myndir áður, en það er aldrei leiðinlegt að skoða flottar myndir ;)
P.S. Allir að fara á Airwaves!
Síðast uppfært 19. July, 2009
maple says
æ ég nenni nú eiginlega ekki að kaupa mig inn á erveivs, eru ekki stakir miðar til sölu, ég heyrði að það væri ekki. Hver er statusinn á því?
Hannes says
Ég veit ekki hvort þeir ætli að selja miða inn á staka tónleika… hef ekki séð það auglýst.
Já, 6.900 er kannski fullmikið fyrir fátæka námsmenn – en það er alveg upplagt ef maður getur keypt miðann fyrir vildarpunktana sína ;)
Trausti says
er þetta ekki bara einhver svertingjahátíð?
nezi says
Meinaru að það verða svo margir útlendingar? Veit ekki… held að það sé seldir kringum 2000 miðar í útlöndum. En ég veit nú ekki hversu margir af þeim eru seldir til svertingja ;)
maple says
fordómafulli rauðhærði vitleysingur – eru svertingjar verri en við hin? Mega þeir ekki hlusta á tónlist? Eru þeir ekki velkomnir til íslands? Mega þeir ekki fara á hátíðir eins og við?
Trausti says
ég var nú að meina hvort þetta væri ekki bara hippídíhoppí tónlist sbr. þessa færslu með Nigga Jay gettin’ dirrrty in da Rhaide wit da shiznit eða eitthvað álíka…
annars finnst mér útlendingar alveg fínir sko. Allt er gott í hófi…
Hannes says
Ég held að þetta sé nú frekar blandað, kannski ekki mikið hippídíhopp en einhverjir DJar – síðan aðallega indie-dance/rokk eitthvað…
maple says
náááááákv
Ella says
Þetta vídjó er ógeðslega fyndið! Ég er búin að horfa á það 3svar í röð!