OK, myspace er eitthvað voða vinsælt og Rupert Murdoch keypti það fyrir 580 millur – en ég er einhvern veginn ekki að fíla það – alla veganna ekki svona í heildina litið. Það er bara alltof mikið af junk síðum þarna – gelgjur alveg að missa sig í að modda lúkkið þannig að margar síðurnar minna mig á vefinn eins og hann var 1996; 100 mismunandi litir á öllu, fullt af hreyfi GIF-myndum, 30 mismunandi leturgerðir og -stærðir, o.s.frv.
Síðan er eins og það sé alveg ótakmarkað hvað fólk getur sett á síðuna sína og kommentað hjá öðrum – þannig að maður endar með svona 20 video á sömu síðunni sem eru öll að hlaðast inn, risa ljósmyndir og annað junk þannig að maður er með fimmfaldan lágréttan scrollbar…
Til dæmis var ég að skoða einhverja myspace síðu og vafrinn fór alveg í klessu – varð hægari en allt og ég gat varla gert neitt. En það lagaðist allt þegar ég lokaði myspace flipanum.
Þeir mættu líka alveg hafa það þannig að tónlistin byrji ekki að spila sjálfkrafa þegar maður fer á einhverja myspace síðu – verður algjört mess ef maður er sjálfur að hlusta á sína eigin tónlist eða er með opnar nokkrar myspace síður í einu.
Lúkkið á Facebook er svo smooth og clean – alveg að fíla það. Þeir eru með alla háskóla á Íslandi þarna – þannig að maður notar bara háskóla e-mailið sitt og þeir setja þig á réttan stað. Þeir sem eru ekki í háskóla get líka skráð sig.
Vertu pro, vertu fullorðins – fáðu þér facebook! — Addið mig síðan og skrifið á vegginn minn.
Það er reyndar ein takmörkun sem er svipuð og hjá myspace (sem er svona nett böggandi) að fólk þarf að vera loggað inn til að sjá allt stöffið mitt. En það er svosem ágætt svo hvaða perri sem er geti ekki verið að njósnast um mig.
Big shout out til módelsins sem hefur setið sveittur yfir PHP, AJAX og öðrum skemmtilegum skammstöfunum sem hefur skilað sér í flottasta AJAX blöögi Íslands.
Bjössi says
Húsið mitt og allt í kringum mig er hrunið. Allt líf er horfið og það virðist svo vera að ég sé sá eini sem hef komist lífs af.
Nú þarf ég að ráfa um og leita að eftirlifendum….
maple says
jááá – AJAXið maður skilaði sér – verst að nú hef ég misst áhuga á öllu nema facebook og hef ákveðið að tileinka líf mitt því. Það ég mun því bara taka niður modelið og hætta að nota msn – notast eingöngu við facebook héðan í frá.
En ekki fyrr en mapletalk er fullkomið og kommentakerfið er fullkomið og rss er tilbúið…
Hólmfíður says
Facebook er ömurlegt og ég þoli ekki spjallið þar myspace er mikli skemmtilegra en facebook þar er allvega ekki öll ættin manns að njósna um hver einarsta skref manns.