Var hjá tannlækni í dag. Hann var bara nokkuð ánægður með mig, engar skemmdir eða neitt – bara hreinsa smá tannstein. Voða svipað og þegar ég var síðast hjá honum… fyrir 5 árum.
Óþarfi að vera að borga tæplega 10.000 kall á ári (eða oftar?) til að skrapa smá tannstein og segja manni að muna að nota tannþráð.
Hann skráði mig reyndar í tékk aftur eftir ár… sjáum til hvort maður nenni þá eða skelli sér bara næst til tannsa 2011.
Búja! Tvær færslur á einum degi – þokkalega met. Eini lesandinn, Bjössi, verður örugglega fáránlega sáttur.
Síðast uppfært 3. February, 2011
Bjössi says
Vó!!! Var þetta loftsteinn??
Bjössi says
Það er svo dimmt!!! Hvar er allt fólkið!?!??!
model says
blessaður dreng
sko ég veit nú ekki betur en ég tjékki á þessu á hverjum einasta degi – mætti vera betri á fídbakkinu , það er samt bara út af því að ég mæti eitthvað – les yfir færsluna og ætla svo að pikka inn fídbakk á í góðu tómi þegar mér gefst tími til að melda þetta allt – svo verður bara ekkert úr því…
ég þarf að laga þetta því officialstation er nú einn öflugasti fídbakkarinn á modelinu
maple says
shizzle
maple says
djöfullinn bara verið að merkja mann sem einhvern spammara
nú verðuru bara að hinkra aðeins lengur eftir kommentinu sem ég var búinn að skrifa hér – ég nenni ekki að pikka það strax aftur inn
maple says
aha
gott mix