Loksins, loksins! Loksins eitthvað nýtt, ferskt og spennandi á netinu! Núna hefur maður einhverja ástæðu fyrir að kveikja á tölvunni…
Já, fólk er aldeilis ánægt með að fá nýtt blogg á netið. Netið er náttúrulega búið að vera nokkurn veginn eins síðan 1998.
Ég var búinn að fá leið á brinkster blogginu og vildi bara breyta til þannig að ég flutti mig hingað. Undir húddinu leynist WordPress sem er bara nokkuð töff blogg-græja. Ég byggði template-ið mitt á default dótinu en hreinsaði það með smá hjálp. Þetta er auðvitað CSS-að í köku og fer eftir öllum helstu stöðlum.
Það tók nú alveg slatta tíma að koma þessu template-i í almennilegt form. Alls konar fifferingar, fullkomnunarárátta, böggar milli Firefox og Internet Explorer – hlutir ekki að birtast eins og bleh, bleh. En þetta er komið fínt í bili, bara opna kvikindið og fiffa í þessu síðar meir.
Mér finnst alveg möst að vefsíður séu með link á hvaða síðu sem er sem færir fólk aftur á “byrjunarreit” – eðlilegasti staðurinn er logo eða bara texta-linkur í efra vinstri horninu. Þar finnið þið einmitt » official station sem tekur ykkur aftur á aðalsíðuna – svona ef þið týnist.
Vinstra megin eru líka linkar á svalasta fólkið á netinu. Þar sem linkarnir eru eins og börnin mín þá elska ég þá alla jafn mikið – þess vegna er totally random röð á þessu, meira að segja ný röð í hvert skipti sem þú refreshar.
Síðan ætla ég að finna mér eitthvað sniðugt plug-in eða eitthvað til að birta nokkrar myndir hérna – jafnvel Kýpur myndirnar sem ég er búinn að lofa í 3 ár ;)
Fasti dagskrárliðurinn random quote hefur fengið fallegt pláss í ramma í lok hverrar færslu.
Ef þið rekist á einhverjar villur eða lendið í einhverju böggi endilega látið mig vita.
– ég veit um einn bögg og sá sem er fyrstur að finna hann er greinilega ekki að nota réttan vafra.
Ef fólk er að undra sig á léninu þá mun ég útskýra það síðar…
Bjössi says
Sjitt
Ég er að fíl’etta.
Kúl stöff
I like.
Sjitt
Ella says
Úhhh.. fensí!
Ég fæ gæsahroll af spenningi! Kemur greinilega allt með kalda vatninu.. og djamminu næstu helgi að sjálfsögðu!
rut says
voða er þetta fínt ;) og jájá við viljum myndir! :)
maple says
ég tel löngu hafa verið kominn tími á þetta. Tel ég fulljóst að til að fagna þessu þurfi að bjóða til teitis þarnæstu helgi, ég bíð spenntur eftir boði.
congrats buddy
Einar says
Eii!! mjög gott. Og já. styð myndir. Mjög góð breyting og flott nafn.
yeah!
maple says
ánægður með að komment systemið muni mann bara eins og ekkert sé, sjálfvirkni er það sem tölvur eiga að gera