Ég var að hlusta á X-ið um daginn og eins og er mikið um núna kom kosningaauglýsing. Þarna var Samfylkingin að auglýsa að þeir ætluðu að bæta aðstöðu aldraðra, að aldraðir muni fá nauðsynlega þjónustu og eitthvað þannig… mér fannst það svona svolítið skrítð – mér fannst það ekki alveg höfða til mín sem hlustanda X-ins.
Síðan seinna kom svona self-plug frá þeim: “X-ið 977 – ekki fyrir afa þinn!”. Nákvæmlega! Markaðsstjórar Samfylkingarinnar eitthvað að kúka á sig – þeir kannski vita ekki alveg hverjir hlusta aðallega á X-ið. Hefði ekki verið nær lagi að benda á hvað þeir ætluðu að gera fyrir ungt fólk?
Já, blessaðar kosningarnar á laugardaginn – munið bara að kjósa rétt og setja X við hüt!
– – –
Hvaðan kom þessi vetur?! Lét einhver gaurinn uppi fá vitlaust dagatal – það er lok maí sko, það er eiginlega að koma sumar – þá er sko oftast heitt… Núna er maður í svona semi-útivinnu og þetta er bara ekkert sniðugt. Það er skítakuldi og rokrassgat. Ég meina, vörubílar eru að fjúka út í móa! Ég ætla rétt að vona að þetta verði mun betra í næstu viku svo maður geti farið að djamma á nærbrókunum einum fata.
random quote | You’re not your fucking khakis!
Síðast uppfært 4. April, 2010
Leave a Reply