Ég er búinn að sjá nokkrar myndir nýlega og ætla ég að vera með smá útlistun á þeim hérna.
Batman Begins
Svona á sko að gera Batman! Gleymið öllum Batman myndum sem þið hafið séð áður – svona er hinn raunverulegi Batman eins og hann á að vera. Virkilega töff mynd með góðri sögu, góðu action-i og svo eru náttúrulega allar Batman græjurnar á sínum stað, betri en nokkurn tíman áður. Gaman að kynnast betur manninum bakvið grímuna. Virkilega vel gert hjá Christopher Nolan & Co.
Star Wars: Episode III
Maður varð nú að sjá þessa til að loka hringnum – og hún gerði það nokkuð vel. Maður sá hvernig Anakin Skywalker þróaðist út í Darth Vader og það var ekki falleg sjón. Svipaði mjög til “fyrstu” tveggja myndanna í útliti, tæknibrellum ..og samræðum (sem er stundum heldur þurrar) – ég held reyndar að Yoda hafi einhverjar rætur að rekja til Þýskalands af því að hann á það til að enda allar setningar á sögninni. Ágæt mynd fyrir þá sem eru inni í Star Wars.
Sin City
Shit hvað þetta er svöl mynd! Útlitið, persónurnar og samræðurnar eru alveg að gera sig. Mjög skemmtileg saga, hörku action-atriði og fullt af hot gellum. Topp úrval leikara sem voru alveg að skila sínu – sérstaklega Mickey Rourke sem er að koma sterkur inn aftur eftir smá pásu. Mæli eindregið með að sem flestir sjái þessa – gæða mynd í alla staði. Síðan er ekki verra að 2 og 3 eru á leiðinni ..hlakka til.
Crash
Ein af betri drama-myndum sem ég hef séð. Mikið af “árekstrum” milli fólks af mismunandi kynþáttum sem enda mis vel – mikið af sterkum tilfinningum sem eru alveg að skila sér af tjaldinu. Myndin er stútfull af gæða leikurum, nokkurn veginn í öll hlutverk. Virkilega skemmtilegt hvernig sögur margra mismunandi persóna blandast saman og mynda eina heild. Ef þið kunnið að meta góðar og vandaðar kvikmyndir þá verðið þið að sjá þessa.
Síðast uppfært 4. April, 2010
Leave a Reply