Allt að gerast.. var að vinna að skilaverkefni í kerfisgreiningu í vikunni. Skiluðum 7 mínútum fyrir deadline, s.s. 21:53. Bjössi plataði mig í bíó strax á eftir. Ákvað að slappa aðeins af eftir langan vinnudag (var búinn að vera í skólanum síðan 8 um morguninn!). Við fórum á Anchorman – mjög góð grínmynd, Will Ferrell náttúrulega brillíant. En ef þið eruð að leita að djúpum heimspekipælingum þá skuluð þið halda ykkur fjarri því þetta er 97% bull og vitleysa, en s.s. mjög fyndin.
Gríndávaldurinn Sailesh kom í skólann á fimmtudaginn og var með smá sýningu í hádeginu. Það var frekar magnað að sjá hvað hann gat látið fólkið gera, virkilega fyndið – sem dæmi lét hann fólkið sjá fyrir sér hann nakinn, lét fólkið nota skóna sína sem öndunarbúnað, breytti fólkinu í gúmmí og togaði limina fram og tilbaka.
Síðan var það vísindaferð á föstudaginn og var það Microsoft á Íslandi sem bauð okkur. Mjög vel heppnuð ferð, góður matur, nóg af áfengi og fólk var leyst út með gjöfum. Eftir það lá leið okkar í sal í Borgartúni þar sem 3. árs nemendur voru með smá partý, gott fjör þar. Við Bjössi, Einar og Ingvar tókum leigubíl niður í bæ en létum henda okkur út nálægt íbúð Kára þar sem við ætluðum eitthvað að fokka í honum. Röltum síðan á Pravda þar sem stemmningin var eins og eftir allar vísindaferðir.
Þegar líða tók á kvöldið tók maður allt í einu eftir því að Scooter var bara mættur á Pravda. Þarna var hann, bakvið lífverðina sína, að tékka á íslenska djamm-lífinu. Síðar um kvöldið labbaði hann fram hjá mér og ákvað ég að heilsa upp á hann, sagði: “I love your music” og tók í spaðann á honum. Þetta væri æðislegt, ég hef ekki þvegið mér síðan.
.spam dagsins | Headline NEWS – Alternative To Collagen Lip Injections ..please forward
.beib dagsins | Christina Applegate
Síðast uppfært 6. April, 2010
Leave a Reply