Úff, Mr. Usman er orðinn reiður, ég vil nú ekki að bankastjóri African International Bank Limited sé reiður þannig að hér kemur hinn vikulegi bloggskammtur.
Síðast þegar ég skildi við ykkur þá var vísindaferð næst á dagskrá. Útkoman var eitt af skemmtilegustu bæjarferðum í langan tíma. Maður byrjaði upp í Kópavogi þar sem maður fræddist um þráðlaus net o.s.frv. á meðan maður naut gylltra veiga. Eftir það var bara beint á Pravda þar sem hjúkrunarfræðingar voru að grilla pylsur, maður sníkti vissulega pulsu af því að maður var ekkert búinn að borða. Síðan var það bara inn í stemmninguna. Fólk tók að flykkjast að og innan skamms var allt troðfullt af tölvunarfræðingum, verkfræðingum og hjúkrunarfræðingum.
Þrátt fyrir mjög góða stemmningu á Pravda vildi maður tékka á öðrum stöðum og rölti út (maður var nú búinn að vera þarna í ca. 6 klst.). Tékkuðum á Hverfis, Ara… og síðan var það pulsa og heim. Eitt sem gerði þetta kvöld sérstaklega skemmtilegt var hvað það voru margir í bænum sem maður þekkti, svona á þetta að vera.
Annars er það bara skólinn, ekkert spes að gerast þar.
Fjölskyldan skellti sér í myndatöku í dag, kominn tími til, orðin nokkur ár frá síðustu fjölskyldumyndatöku. Nokkuð töff græjur sem gaurinn var með, allt digital og þetta fór strax í tölvuna þannig að hann gat bara lagið lýsinguna og svona eftir því sem hann sá á skjánum.
Það gæti verið að ég neyðist til að blogga oftar en einu sinni í viku til að halda Mr. Usman Musa Shehu rólegum. Ég ætla að reyna að ná því.
Maður er víst að fara í cuhrazy Catan-partý í Garðabænum núna þannig að ég hef þetta ekki lengra.
.spam dagsins | Generic Xanax is Better and Cheaper! Canadian Generic Drugstore
.beib dagsins | Gisele Bundchen | sponz : potb.com
Síðast uppfært 6. April, 2010
Leave a Reply