Pabbi bauð mér á Deep Purple tónleikana í gær. Mánar hituðu upp og voru þeir mun betri en ég hafði búist við. Elli smellirnir fjólubláu héldu uppi nokkuð þéttu show-i í einn og hálfan tíma og spiluðu meira að segja þrjú aukalög eftir að hafa verið klappaðir upp. Nokkuð góðir tónleikar, reyndar féll krafturinn smá niður stuttu eftir að þeir byrjuðu en síðari hlutinn var mjög góður.
Síðan var ég að koma af X-forsýningu á Metallica heimildarmyndinni Some kind of monster sem ég fór á með “hardcore fan #1” ; Trausta. Það var aðallega verið að fylgjast með gerð síðustu plötunni þeirra: St. Anger og var áhugavert að skyggjast bakvið tjöldin þar, mikið drama. Þeir voru s.s. búnir að ráða sálfræðing til að hjálpa sér að leysa samskiptaörðuleikana o.s.frv. og fylgdi hann þeim mest allan tíman. Skemmtilegt líka að sjá hvernig þeir bjuggu til lögin með því að “djamma” eitthvað saman og semja síðan textann saman.
Eftir að hafa horft á þessa mynd langar manni nú alveg rosalega að fara á tónleikana núna 4. júlí. Sérstaklega þegar það er búið að bæta við 3000 miðum. Spurning hvort maður nenni að campa fyrir framan Og Vodafone… En þetta verður örugglega verulega kramin stemmning þarna í Egils Höllinni með 18.000 manns hoppandi upp og niður eins og brjálæðingar.
Svona fyrir þá sem hafa átt í erfiðleikum með að kommenta þá er af einhverjum ástæðum ekki hægt að kommenta eftir miðnætti og til svona ca. 4-5 held ég. Þarf að tékka hvort að Bergur geti reddað þessu…
Spam dagsins | Protect your kids against Street Drugs
Ákvað að koma með “Spam dagsins” aftur… beib dagsins kemur fljótlega aftur
Síðast uppfært 10. October, 2010
Leave a Reply