Já, almenn leti í mann bara – ekki búinn að blogga í allt of langan tíma. Ég var reyndar farinn að halda að enginn nennti að lesa þetta blogg – en svo sýnir Trausti manni að það eru aðdáendur þarna út… vei!
Jæja, hvað er maður búinn að vera gera – ekkert neitt hræðilega spennandi svosum. Skellti mér í bíó síðustu helgi á Taking Lives – nokkuð góð mynd, náði að láta manni bregða nokkrum sinnum – alltaf gaman af því. Ekki verra að þeir skelltu líka nude scene með Angelina Jolie inn í myndina, gott mál :) Reyndar var einn handrits-“galli” sem var smá að bögga mig, passaði ekki alveg við plottið. >> ***/4
Já, það var sko gaman að vera fyrrverandi Verzlingur í gær. Verzló vann Gettu Betur með glæsibrag, gífurleg spenna en maður hafði allan tíma fulla trú á gamla skólanum sínum. Ekki slæmt að vinna bæði Morfís og Gettu Betur sama árið :)
Síðan í þessari viku fékk ég loksins 24 pakkann sem ég pantaði á 24fanclub.com :) Snilldar pakki, CTU bolur, CTU músamotta, 24 lyklakippa og 24 söfnunarspjald.
– af lýsingum annarra að dæma er ég alveg að missa mig yfir 24 og sumir orðnir hálf skelkaðir ;) En ekki örvænta, þetta er ekki farið út í öfgar… ekki ennþá ;)
Eftir frekari íhugun hef ég ákveðið að breyta tölvukaupum mínum yfir í lappa (sorry Óli…) – og til að fá sem hægstæðasta verð mun ég líklega bíða með þetta fram í sumar/haust. Verð þá bara að láta mér nægja einhvern skrjóð sem ég finn hérna heima.
Síðan er Bjössi að draga mig í einhverja Evrópu-reisu. Þetta er allt ennþá á pælingarstigi en InterRail og Download Festival koma við sögu.
Svo, ef fólk er í einhverjum vandræðum með að kommenta eða eitthvað annað – endilega koma því til skila svo ég geti látið Berg laga það ;)
Spam dagsins | swastika amplifier
Beib dagsins | Angelina Jolie | sponz : potb.com
Síðast uppfært 4. April, 2010
Leave a Reply