Jæja! Dagur #3 af Iceland Airwaves 2011… föstudagur. Tónlistarveislan heldur áfram. Ég byrjaði kvöldið á smá Nýherja-giggi. Einhver “stefnumótunar fögnuður” – snýkja mat og svona ;) Þegar ég var búinn að gleypa í mig alltof mikið af kokteilmat skundaði ég heim og gerði mig tilbúinn fyrir Airwaves. Veðrið var frekar klikkað – úrhelli. Ég náði í Bjössa svo hann þyrfti ekki að ganga í bæinn í þessu veðri. Það var flóð á götunum… lítil stöðuvötn hér og þar.
Við mættum á NASA svona rétt fyrir 20:30 þar sem Hlynur og Óttar voru nú þegar. Samaris voru að spila. Allt í lagi, ekki mjög eftirminnilegt – en þetta eru ungir krakkar, bara að prófa sig áfram.
Næst var það Cheek Mountain Thief sem er að hluta til bresk hljómsveit (held að söngvarinn sé frá Bretlandi og restin frá Íslandi). Nokkuð fínt. Gott vibe. Skemmtileg saga hvernig hljómsveitin varð til – söngvarinn kom fyrir ári á Airwaves 2010 með annarri hljómsveit. Síðan elskaði hann Ísland svo mikið að hann settist að. Hann varð ástfanginn af íslenska fólkinu, og þá sérstaklega einni persónu. Hann dvaldi í Húsavík í nokkra mánuði þar sem hann fann nokkra af hljómsveitarmeðlimunum. Þar nálægt er fjall sem kallast víst Kinnafjall, þú veist “Cheek Mountain” ;)
Á eftir þeim kom Young Magic. Mjög gott. Nettur trans. Minnti smá á Safri Duo – snilldar trommur, góður rythmi. Var að fíla ‘etta. Næst á svið var Niki and the Dove – smá sænsk sýra (sum lögin voru smá súr). Trans dansarar fylgdu með hljómsveitinni og voru að dans uppi á sviði. Þetta var allt í lagi, en stundum var eins og það væri of mikið í gangi, of mikið noise/ekki rétt mixað.
Eftir þetta kom svo tUnE-yArDs sem maður var búinn að heyra fólk tala svolítið um, en ekki búinn að kynna sér ítarlega. Þetta var öðruvísi, en nokkuð gott. Söngstíllinn minnti mig smá á Afríku. Það var mikið action á dansgólfinu. Fínasta stemning.
Við héldum okkur sem fastast á NASA, sem var mjög góð ákvörðun, það var víst mjög löng biðröð fyrir utan. Alltaf gott ef maður getur sloppið við að bíða í röð. Næst á dagskrá á NASA var Clock Opera sem ég var frekar spenntur fyrir að sjá. Þeir voru mjög góðir – virkilega góð tónlist. Topp rokk. Mikil stemning.
Síðasta sem ég sá þetta kvöldið kom virkilega skemmtilega á óvart. Það var Totally Enormous Extinct Dinosaurs. Þetta var gaur með hin og þessi rafhljóðfæri sem fékk aðstoð frá einni söngkonu og tveim dönsurum (sem voru reglulega að skipta um búninga). Sjálfur var hann í risaeðlubúningi og setti á sig endrum og sinnum indíánahatt. Hann spilaði taktfast elektró. Algjör snilld. Gott partý, góð stemning.
Eftir þetta fór ég beint heim – það var skóli kl. 9 daginn eftir (ja, eða s.s. nokkrum klst. seinna). Hressandi :)
[Read more…] about Iceland Airwaves 2011 – Dagur 3 – Fleiri tónleikar. Fleiri myndir.