Jahá, maður er bara í Prag, nokkuð magnað. Flott borg, en það er rosalega kalt – ég er búinn að vera nokkurn veginn veikur alla ferðina, ekkert rosalega gaman. En já, maður er bara búinn að vera túristast hérna á fullu – skoða merkilega kastala, kirkjur, brýr, o.s.frv… og núna er maður bara að rölta um bæinn og skoða búðir. Skelltum okkur í óperuna í gær á “La Traviata” nokkuð flott – það verður ekki mikið menningarlegra en það ; )
En þetta er ekki bara dans á rósum… nei, “hótelið” sem við erum á er alveg merkilegt – merkilegt í þeim skilningi að það er ótrúlegt að það sé ekki búið að loka því! Þetta er versta hótel sem ég farið í – það á ekki skilið hálfa af þeim 2 stjörnum sem einhver vitleysingur gaf þeim. Hótelið heitir s.s. “Hotel Tourist” – þannig að ef þið farið til Prag einhvern tíman, ekki velja þetta hótel þótt það sé rosalega ódýrt! Í fyrsta lagi er þetta rosalega langt frá miðbænum og eina sem við sjáum eru skógar, þetta er ljótasta byggina sem ég hef séð – bara hellingur af kössum raðað saman. Þótt að lobbyið sé voða flott og glansandi þá eru gangarnir skítugir og ógeðslegir, lyftan er við það að hrynja og “rúmin” sem við fengum er bara tréplankar með ábreiðum – einstaklega óþægilegt að hlamma sér á þetta þegar maður býst við mjúku rúmi. Síðan þurfum við Bjössi að deila herbergi með geðsjúklingi sem talar við sjálfan sig og hrýtur eins og djöfullinn sjálfur – púff… og það er 1 nótt eftir. Ég ætla bara að detta það rækilega í það í kvöld að ég taki ekki eftir hrotunum.
Síðan má líka nefna að þar sem það er ekki boðið upp á hádegismat eða kvöldmat á þessu hóteli hefur maður verið að éta á skyndibitastöðum síðustu daga – McDonald’s, KFC, Pizza Hut, o.s.frv..
En jæja, get ekki verið endalaust hérna á þessu NetCafé – mælirinn tikkar.
Ýtarlegri umfjöllun um Tékklandsförina kemur eftir nokkra daga þegar maður er kominn til Danmerkurs.
…hannes.cz