Fyrsta vikan í háskóla liðin og rúmlega það. Mér líkar bara nokkuð vel við þetta, góður hópur sem maður er með og áhugaverð fög – góður fílingur.
Fyrsta vísindaferðin var líka síðasta föstudag í boði KB Banka og EJS. Það var nóg af veigum og snæðingi í höfuðstöðvum KB Banka þar sem við hlýddum á smá kynningar. Skemmtilegt að sjá hvernig KB Banki er að standa sig í útlöndum. Eftir KB var haldið upp á 9. hæð Kringluturnsins þar sem veigarnar fengu einnig að fljóta. Síðan skelltu flestir sér á Pravda þar sem aðal stemmningin var víst þetta kvöld, t.d. algjörlega dautt á Hvebbanum.
Síðan eru bara hörku viðræður milli HR og THÍ – Það er aldrei að vita nema við Óli verðum í sama skóla innan skamms…
Nú þegar maður er byrjaður í háskóla geri ég ekki ráð fyrir að blogga oftar en þegar ég var bara að vinna. Svona ca. einu sinni í viku kannski, nema eitthvað spes sé til umfjöllunar eða eitthvað örblogg.
.spam dagsins | Dossiers on 211 mil. U.S. citizens for sale!
.beib dagsins | Laetitia Casta | sponz : potb.com