Jæja, síðasti myndaskammturinn frá Sauðárkróki…
Fullt af góðu stöffi. Fisheye lomo myndir eru klárlega skemmtilegustu partýmyndirnar.
[Read more…] about Það sem fiskarnir sáu í partý á Sauðárkróki
Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Jæja, síðasti myndaskammturinn frá Sauðárkróki…
Fullt af góðu stöffi. Fisheye lomo myndir eru klárlega skemmtilegustu partýmyndirnar.
[Read more…] about Það sem fiskarnir sáu í partý á Sauðárkróki
Nýjasti fisheye lomo pakkinn… Megnið af myndunum voru teknar í meistarapartý Bjössa og restin á Sauðárkróki.
Í miðri filmu (áður en við fórum til Sauðárkróks) keypti ég nýtt leikfang – ringflash fyrir myndavélina til að ná betri og skemmtilegri myndum. Með þessu ringflash þá eru s.s. fjögur flöss í kringum linsuna og síðan get ég líka sett lit á þau – einn lit eða sér lit fyrir hvert flass. Hressandi tilbreyting og tryggir líka að allt sé betur lýst upp.
Síðan sá ég í tísku hlutanum í Mogganum (eða var það Fréttablaðið?) að svona fisheye lomovélar væru heitustu partýmyndavélarnar í sumar. Sagði einhver trendsetter? ;)
[Read more…] about Fisheye fjör – Meistarapartý og Sauðárkrókur
Ég náði að grafa upp nokkrar APS filmur í viðbót og það kom nokkuð skemmtilega á óvart að í þessari umferð þá urðu myndirnar ekki allar myglaðar eins og í síðasta APS pakka. Þær komu í rauninni bara mjög vel út. Gæti verið að þessi filma hafi ekki verið eins gömul, eða kannski fer það verr með filmuna að vera hálfkláruð svona lengi í myndavélinni.
Það er nokkuð kúl hvað svona APS myndir eru aðeins meira landscape/widescreen heldur en venjulegar 35mm myndir – nett Panavision í gangi ;) OK, var að rannsaka þetta betur og þetta eru 16:9 hlutföll í staðinn fyrir 3:2 á Canon 400D vélinni minni eða 4:3 á Canon IXUS 970 IS.
Þetta eru klassískar sumarmyndir – hinar ýmsu íþróttir stundaðar á Klambratúni/Miklatúni, grill, slatti frá Sauðárkróks-ferðalaginu og annað random.
[Read more…] about APS bremsur – Sumar og Sauðárkrókur – Filmu fjör
Að lokum (alla vega síðustu stafrænu myndirnar) eru nokkrar myndir sem ég tók á stóru myndavélina á leiðinni frá Sauðárkróki til Reykjavíkur.
Já, nokkrir punktar í viðbót varðandi þessa legendary ferð (bara svona for the record): Gammel Dansk með Muggi, vatnsblöðruslagur við einhverja 10 ára gutta fyrir utan húsið, blóðnasir, jello shots, svaf á milli dýnanna… gott stöff :)
Síðan eru hérna nokkrar myndir frá deginum eftir ágætlega viðburðaríkt kvöld.
Við tókum léttan rúnt í kringum Krókinn og héldum síðan heim til Reykjavíkur.
Jæja, við mættir á Krókinn, búnir að fá okkur pizzu frá Ólafshúsi og þá tók bara við aðal tilgangur ferðarinnar: að halda magnaðast partý sem Kræklingar hafa kynnst.
Ég tók reyndar aðallega partýmyndir á filmuvélarnar sem ég var með en hérna eru nokkrar sem ég tók um nóttina.
Við Hlynur fórum í smá ferðalag að reyna finna meira áfengi og þegar við komum aftur voru allir farnir á skemmtistaðinn Mælifell. Þannig að við héldum bara þriggja manna VIP partý með Ómari sem við hittum á Kaffi Króki. Þetta exclusive partý var algjör snilld og gríðarlega góð stemmning – restin af liðinu mætti síðan þegar Mælifell lokaði og fljótlega fylltist húsið. Það var eitt atvik sem setti vissulega sitt mark á parýið/ferðina en það er miklu skemmtilegra að heyra/segja söguna face-to-face þannig að ég segi bara eitt: Cougar.
Við buðum tveim Finnskum stelpum í partýið sem við hittum fyrir utan húsið. Síðar um kvöldið tók ein þeirra upp á því að tala íslensku – og bara skuggalega vel. Það var frekar spes – maður var ekki alveg að átta sig á því hvað var í gangi ;) Minnti mig svolítið á The 13th Warrior þar sem Antonio Banderas byrjaði allt í einu að skilja íslensku – ég hélt að ég væri kannski farinn að skilja finnsku eða hún búin að læra íslensku á einu kvöldi með því að hlusta á okkur tala eða eitthvað ;)
Þegar það var farið að líða undir morgun og búið að henda megninu af liðinu út þá vorum við að tjilla úti á svölum, djammliðið af Mælifelli var að hanga á götunni við húsið okkar og við sáum að það var einhver gaur að míga á húsið. Óli ákvað í gamni að hella vatni (eða einhverju) við hliðina á honum til að stríða honum – ég meina, come on, þú ert að míga á fkn húsið “okkar”. En þá varð allt vitlaust! Einhver af félögunum hans sökuðu okkur um að hrækja á hann og þá var náð í fleiri vini og það var einn sem var sérstaklega æstur. Hann vildi alveg endilega koma upp til okkar og “ræða málin”.
Hann hafði greinilega eitthvað á móti utanbæjarliði af því að hann öskraði á okkur að fara til Reykjavíkur og stuttu seinna sagði hann okkur að fara aftur til Akureyrar. Hann virtist líka hafa eitthvað á móti menntun af því að hann kallaði okkur helvítis háskólapakk – og sagði að við ættum að borga Icesave. En hann hafði greinilega mjög sterka skoðun á tísku og útliti af því að hann mælti eindregið með að Óli færi í klippingu.
Sem betur fer var hurðin niðri læst en þar sem við vorum ekki alveg tilbúin til að opna fyrir þeim fóru þeir að þjasnast á hurðinni og enduðu með að brjóta gluggann í hurðinni. Þá var hringt á lögguna, sem kom innan skamms. Við tók skýrslutaka og annað skemmtilegt. En þetta endaði sæmilega, daginn eftir var rætt við félagana og þeir samþykktu að borga gluggann. Til að safna gögnum fyrir “málið” þá tók ég nokkrar myndir af kauða ;)