Já, Ég er Hannes Smárason kvöldið var algjör snilld. Maður tók alveg nokkra myndir en ég tók líka nokkur stutt video og til gamans ákvað ég að leika mér við að klippa þau smá saman – notaði líka ljósmyndirnar til að fylla aðeins upp í…
Big Pimpin – The Video (aka “Ég er Hannes Smárason”)
Þar sem það er ekkert endalaust mikið pláss hérna á blogginu fyrir video þá bjó ég til smá dót: Hægt að skoða stærri útgáfu af video-inu hérna (samt ekki betri gæði sko…)
Ég klippti þetta í Windows Movie Maker af því að ég hafði ekki neitt annað. Ég get einhvern veginn ímyndað mér að það hefði verið auðveldara og ennþá skemmtilegra að klippa þetta í Makka – Til dæmis var Windows Movie Maker mega slow stundum og crash-aði nokkrum sinnum. En þangað til að ég fæ mér Makka þá verð ég kannski að leita að einhverju góðu PC klippiforriti…
Eitt sem ég tók eftir – þegar maður er að klippa svona þá er greinilega vissara að bæta við svona auka 2-3 sekúndum við video-ið. Þar sem Vimeo (og YouTube held ég líka) vill stundum klippa af síðustu sekúndurnar…