Partýið er rétt að byrja ;)
Mega myndaserían heldur áfram…
Síðasti pakkinn kemur von bráðar.
Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Bjössi var víst að útskrifast enn einu sinni og til að fagna því bauð hann til heljarinnar veislu. Ég mætti með græjurnar af því að það þarf að document-a svona legendary partý. Eins og í góðum partýum þá var ég ekki einn um að grípa í myndavélina. Fólk missti sig svona mismikið á myndavélinni – bara gaman að því – og bjóst ég við að þetta myndi enda í fleiri hundruð myndum. Þetta náði nú ekki alveg sama fjölda og í afmælinu mínu í fyrra en 348 stykki á 3,5 klst. er nú bara nokkuð gott.
Birtan var kannski ekki alveg nógu hagstæð þannig að maður þurfti vera með ISO í hæsta sem skilar sér í smá “noise” á myndunum – en það sakar ekki, við fílum það ruff, rugged & raw.
Þegar það eru teknar svona margar myndir er ekki hægt að komast hjá því að enda með allnokkrar glæsilegar myndir. Sumar eru góðir kandídatar til að fríska upp á prófílmyndir.
Allar óskir um censorship á myndum má senda inn hér ;)
Njótið:
Já, já, sumarið komið á dúndrandi hraða og sumar þýðir náttúrulega grill alla daga og stanslaus partý. Datt einmitt í þannig pakka fyrir nokkrum vikum og tók með fisheye lomo vélina í gamni. Úr því komu nokkuð hressar myndir…
En maður er alltaf að læra… Ætlaði að taka mynd af strætó þegar við keyrðum fram hjá honum en flassið dreif greinilega alls ekki og eina sem maður sér er endurskinið af umferðarskilti. Já, maður þarf að muna að fara nálægt ;)
Ég var svolítið í því að nota Bulb + flass tæknina. Ég s.s. stillti á Bulb og hélt takkanum inni í smá stund en sleppti síðan og þá kom flassið. Þá koma yfirleitt svona línur frá ljósunum en fólkið sést alveg þegar ég skvetti flassinu á það. Mér fannst það yfirleitt koma nokkuð skemmtilega út – ágæt tilbreyting frá venjulegum flass myndum.
Síðan eru nokkrar nokkuð random myndir bara til að klára filmuna…
Ég var svo sniðugur að mæta með auka filmu í partýið – ég ætlaði sko að smella af eins og vitleysingur ;) Þannig að ég skipti bara um filmu og hélt áfram…
Það komu aðeins fleiri myndir úr þessum filmupakka – það gætu hafa skemmst nokkrar myndir þegar ég var að skipta um filmu, gleymdi nefninlega að trekkja til baka áður en ég opnaði myndavélina ;)
Besta trikkið til að fá góðar partýmyndir er bara að skilja myndavélina eftir einhvers staðar og láta gesti og gangandi grípa í hana og smella af – virðist hafa virkað ágætlega í þetta skiptið :)
Eins og með fyrri filmuna þá hafa sumar myndirnar hliðrast smá til – en það er bara skemmtilegur effect ;)
Ég tók 3 fisheye lomo myndir á Akureyrar ferðalaginu og þær voru hálfgert klúður… Ég lærði það nú af síðasta lomo pakka að þegar maður er inni í lítilli birtu þá er vissara að hafa flassið á. En ég misreiknaði mig smá með fyrstu 3 myndirnar í þessum pakka – þær eru teknar inni í bíl og það hefði greinilega þurft að vera flass. Það var bara svo bjart úti og mér fannst einhvern veginn næg birta inni í bílnum – en svona er það, maður er alltaf að læra :) Það er svona þegar maður er vanur digital græjum sem eru extra næmar og með auto ISO.
En það sem kom mér eiginlega meira á óvart er myndin af grillinu (mynd #5) – hún er tekin úti, alveg nokkuð góð birta minnir mig en samt kemur hún ekki alveg nógu vel út. Ég held að í framtíðinni sé málið að nota bara flass í sem allra flestum tilfellum eða þá að nota Bulb fídusinn og/eða Multiple Exposure. Síðan er ég líka að gæla við þá hugmynd að kaupa auka flass græju fyrir Fisheye Lomo myndavélina… er alla vega á óskalistanum ;) Ég þarf kannski líka að skoða að nota betri/öðruvísi filmur – 400 ISO í staðinn fyrir þessar 100 ISO Lomography filmur sem ég keypti í Urban Outfitters í Mall of America.
Síðan eru restin af myndum úr legendary afmælispartý maple.
Það er eins og sumar myndirnar “detta úr rammanum” eða eitthvað, hliðrast til… veit ekki hvort að filman hafi klúðrast eitthvað, ekki rétt trekkt upp eða hvað – en þetta er fjörið við lomography, þetta á að vera fucked up og skrítið ;)