Mér finnst alltaf gaman að uppgötva nýja og góða tónlist. Það er eins og að finna gullmola þegar maður (oft fyrir tilviljun) rekst á eitthvað sem manni finnst algjör snilld. Til að (vonandi) hjálpa lesendum að uppgötva nýja tónlist þá eru hérna nokkur lög sem ég hef rekist á…
Teddybears – Cobrastyle
Þetta var intro lagið í pilot-num á Chuck (sem eru btw frekar góðir þættir). Gífurlega hressandi lag.
Bangers & Cash – Loose
Eitthvað skemmtilegt við þetta lag – mikill kraftur í þessu – kannski ekki ósvipað og annað sem Spank Rock hefur verið að gera (hann er s.s. annar helmingurinn af Bangers & Cash).
She Wants Revenge – Tear You Apart
Heyrði þetta í The Number 23 – passaði mjög vel við myndina.
Róisín Murphy – Dear Miami
Þetta er víst gellan úr Moloko. Seiðandi lag…
Hún er nú búin að klúðra nokkurn veginn öllu sem hún gat klúðrað, þannig að það kom mér svolítið á óvart hvað ég var að fíla þetta lag… Ég held að þetta lag gæti alveg virkað í góðu hljóðkerfi á einhverjum klúbbi með dúndrandi bassa:
Bjössi kom reyndar með góðan punkt:
Tónlistarmenn búa til betri tónlist þegar þeir eru á eiturlyfjum…
(eða eitthvað þannig). Þannig að kannski er hún á réttri braut? Neh…
Talandi um eiturlyf… hérna er smá craziness:
Yo Majesty – Club Action (Chris Bagraiders Sailing to Baltimore Edit)
og meira: Herve & Yo Majesty – Get Low Club Action (Scattermish Timid Fuckup edit)
Snoop Dogg – Sensual Seduction
og dirty útgáfan af laginu: Sexual Eruption
Eins og ég sagði á I am not taxi þá skiptir ekki máli hvað Snoop Dogg gerir, það er alltaf pimp.
Seal – Amazing
Gífurlegur hressleiki í gangi. Síðan er ég líka til gamans með Kaskade Remix og Thin White Duke Main Mix
Var þetta nokkuð of mikið af lögum? :)
Ætti ég að gera meira af svona?