Hallelujah! Þessi heilaga hátíð heldur áfram :) Ég var aftur smá fastur uppi í skóla í 40% hópverkefni. En ég mætti á NASA rétt fyrir hálf tíu – Hlynur og Bjössi voru einmitt mættir fyrir utan á nákvæmlega sama tíma og ég, gríðarlega heppilegt. Það var engin biðröð þannig að við fórum bara strax inn. Lúxus ;) Óttar mætti aðeins seinna, rennandi blautur eftir að hafa reynt að komast á Listasafnið til að sjá Beach House.
Við náðum restinni af Láru Rúnars. Ágætis stöff. Síðasta lagið var sérstaklega gott, kraftur í því. Veit reyndar ekkert hvað það heitir ;) Næst á dagskrá var kanadíska hljómsveitin Young Galaxy. Nokkuð gott, en engin gargandi snilld. Lárus slóst svo í hópinn þegar hann var búinn að hlusta á sinfóníur í Hörpu.
Svo var það Active Child sem ég vissi lítið sem ekkert um (eins og er oft með hljómsveitir sem maður uppgötvar á Iceland Airwaves). Í fyrstu var maður ekki alveg viss hvað maður ætti að halda… gaur að syngja hástöfum á meðan hann spilaði á meðalstóra hörpu. En síðan datt maður meira og meira í gírinn. Þetta var bara fínasta stöff. Veit ekki alveg hvað það var, en það var eitthvað sem minnti mig á Moderat (sem voru einmitt að gera mjög góða hluti á Iceland Airwaves 2010). Góður bassi, góður rythmi… Kom skemmtilega á óvart.
Síðast á dagskrá var YACHT. Góð keyrsla. Hressleiki og kraftur. En þau voru smá skrítin/freaky/arty…
Photos, baby! Check it out… Mér finnst tónleikamyndir oft koma skemmtilega út – svo skemmtileg lýsing og góð stemning.
[Read more…] about Iceland Airwaves 2011 – Dagur 2 – Tónleikar og myndir fara vel saman