Nú verður Hlynur alveg brjálaður – neyðir mig örugglega til að segja upp… En já, það virðist sem maður sé orðinn alvöru “listamaður” ;) Fyrsta ljósmyndasýningin sem ég tek þátt í byrjar núna næsta laugardag (1. desember). Ljósmyndasafn Reykjavíkur er með sýningu 1. desember 2007 – 17. febrúar 2008 tileinkuð ljósmyndum af Flickr. Ég las um þetta project í einhverju blaði í haust (eða kannski rakst ég á þetta á flickr eða annarri síðu, man það ekki) og ég sendi inn nokkrar myndir. Hluti af þessum myndum voru samþykktar en eftir að það var búið að skera smá niður voru 3 myndir eftir. Það er búið að prenta út 220 myndir eftir 94 ljósmyndara en síðan verður þeim myndum sem komust í forvalið (500 stykki) varpað á vegg úr myndvarpa.
Þessar tvær myndir verða útprentaðar á sýningunni:
« Tók þessa í Apple búðinni á 5th Avenue í New York. Kom skemmtilega út að hafa tröppurnar svona glærar. Ef ég man rétt þá tók ég mynd af þessum tröppum af því að pabbi var að taka mynd af þeim ;)
« Þessi mynd var tekin aðfangadagskvöld 2005 – amma heitin og systir mín að “módelast” – alveg ekta jólamynd. Þetta var eiginlega svolítið heppni… ég var bara að leika mér eitthvað, ætlaði að sjá hvernig jólatréð kæmi út ef ég myndi slökkva á flassinu. Það að slökkva á flassinu þýddi að ljósopið var opið í heila sekúndu og alveg magnað hvað myndin er skörp þrátt fyrir það. Líka heppilegt að systir mín hafi verið með þessa jólasveinahúfu – gerir þetta enn jólalegra :)
Ef ég skildi þetta rétt þá verður þessum tveim myndum líka varpað á vegginn, ásamt þessari:
« Frekar töff mynd af Times Square. Öll þessi ljós koma skemmtilega út í þessu svartamyrkri. Þarna vorum við “fastir” í traffík en síðan tók ég aðra þar sem við vorum á hreyfingu sem mér finnst líka frekar flott. Eiginlega svipað og með Apple myndina þá fór ég að taka myndir út um gluggann á leigubílnum af því að pabbi var að gera það :)
Já, Flickr er alveg magnað fyrirbæri – vegna þess að ég ákvað að setja ákveðna mynd á Flickr þá er háskóli í New York að nota myndina í bæklingi hjá þeim – ..og núna eru barasta ljósmyndir eftir mig hluti af ljósmyndasýningu á safni. Ekki svo vitlaust að setja upp flickr síðu ef þú hefur áhuga á að koma ljósmyndunum þínum á framfæri.
Þeir sem komast ekki laugardaginn en vilja samt tékka á þessu hafa nægan tíma, eins og ég sagði verður þessi sýning í gangi til 17. febrúar 2008.
Samkvæmt heimasíðunni þeirra þá er opnunartími sýninga 12-19 virka daga og 13-17 um helgar.
Hérna eru síðan nokkrar myndir sem ég hef sett nýlega á flickr:
« þessi mynd er alveg að eyðileggja symmetríið, var að spá í að sleppa henni bara… Þetta var svo flott síðast.