Finnst þér langt síðan ég bloggaði síðast? Þá ertu greinilega ekki að fá hinn ráðlagða dagsskammt af Hannesi frá öllum helstu stöðunum. Þetta er ekki eini staðurinn þar sem ég set inn nýtt efni…
Sem dæmi horfði ég á 20 kvikmyndir í desember, 5 í janúar og nú þegar komnar 5 í febrúar og ég er búinn að gefa þeim öllum stjörnur og rita stuttlega um þær. Reyndar finnst maple það of margar myndir – hvað segja aðrir? Of mikið? Of lítið? Reyndar, í desember sá maður líka brot (örugglega allt frá 10-75%) úr slatta af myndum – en ég er ekki að færa þær þarna inn. Þannig að ég sá í rauninni fleiri myndir ;) En ég meina, þetta eru jólin, hvað á maður að gera annað en að tjilla með fjölskyldunni og horfa á bíó? En já, ég hvet fólk til að kommenta ef það hefur eitthvað að segja/bæta við varðandi þessa “kvikmyndagagnrýni”.
Síðan er ég búinn að bæta við nokkrum myndum á flickr.
Svo er maður náttúrulega að örbloggast – microblogging is so hot right now ;)
- Ég týndi minniskortinu fyrir myndavélina á Prikinu
- Var smá að “DJast”
- Bílavandræði
- Kaupþing var með leiðindi
- Twitter #200 eða Tweet #200, Twitter skilaboð #200? Hvað sem maður á að kalla þetta…
- Mælti með hjálpartæki fyrir fólk með EXIF fetish
- Live traffic reports ;)
- Rafmagnsleysi
- …meira hérna
Að lokum má ekki gleyma Tumblr blogginu sem er nánast að replace-a þetta blogg. Það er bara svo miklu skemmtilegra og auðveldara að blogga á Tumblr. Sem dæmi er það af einhverjum ástæðum búið að taka mig að eilífu að klára þessa færslu… Á Tumblr þá hendi ég bara upp einhverri mynd/video, skrifa smá texta og þá er það komið – maður þarf að hugsa sem allra minnst ;) Ég er t.d. búinn að vera bæta við nýju efni á I am not taxi nánast daglega – og stundum nokkrum sinnum á dag. Nokkur dæmi:
- Crazy Facebook profile
- The Daily Show á Íslandi
- Danskennsla
- Ef ég rekst á flottar myndir er ég mikið fyrir að pósta þeim
- Skemmtileg Photoshop kennsla
- Snilldar lag: Snoop Dogg ft. Robyn – Sexual Eruption
- Rambo Death Chart
- Myndir með silly texta – klikkar ekki ;)
- Enn eitt stupid og vinsælt video
- Ég náði að plata Bjössa í að setja upp sitt eigið Tumblr blogg – Tékkið á kallinum, hann er að gera góða hluti :) Hver verður næstur til slást í hópinn með hipp og kúl liðinu?
- Magnað performance hjá Kanye West á Grammy
- Gangsta krakki
- Veit ekki af hverju en mér finnst þetta ein fyndnasta mynd sem ég hef séð
- Will Smith og Justice mashup
Síðan er líka hægt að skoða safnið. Eða bara notfæra sér þennan gífurlega skemmtilega fídus: farðu á random færslu – þú getur skemmt þér klukkutímum saman :)
Ef þú kíkir reglulega á þetta blogg hérna þá held ég að það væri ekkert vitlaust að tékka líka stundum á Tumblr blogginu ;) Síðan fyrir þá sem eru RSS áskrifendur að þessu bloggi þá er náttúrulega Tumblr líka með RSS – þannig að þið getið fóðrað ykkur hérna.
Smá viðbót (útfrá athugasemd frá Bjössa og þar sem ég held að það séu ekki allir sem lesa alltaf kommentin): En hvað segir fólk, er meiri áhugi fyrir bloggfærslum hérna heldur en kæruleysis færslum á Tumblr? Vill fólk frekar efnismeiri bloggfærslur hérna sem er kannski aðeins meira vit í heldur en einhver fyndin video og aðra vitleysu?