Mér finnst gaman að renna í gegnum gamlar færslur þar sem er verið að rifja upp árið, þannig að ég ætla að punkta niður nokkur atriði sem mér finnst vert að nefna að gerðust árið 2020 – en þetta á alls ekki að grípa allt, er pottþétt að gleyma einhverju merkilegu 😅
[Read more…] about 2020 í baksýnisspeglinumkaffibarinn
KB mynd fyrir stegginn (Trausta)
Iceland Airwaves 2011 – Dagur 4 – Enn fleiri tónleika-partý-myndir
It’s on! Laugardagurinn – mesti partý-dagurinn á Airwaves 2011? Hugsanlega, alla vega hjá mér – upplagt að nota tækifærið og fagna því að ég var búinn að skila hópverkefninu af mér ;)
Þegar ég var búinn að skila verkefninu fór ég á Hótel Plaza sem var “Media Center” fyrir Airwaves ’11 og þar var einnig verið að selja Iceland Airwaves ’11 swag. Ég ætlaði mér að kaupa einhvern kúl Airwaves bol – veit ekki hvort fólk hafi tekið eftir því að ég elska boli ;) – en síðan sá ég líka þessa flottu (limited edition) hettupeysu sem ég bara varð að fá mér líka. Núna á ég boli frá Airwaves 2009 (2 stk.), 2010 og 2011 – ég mun að öllum líkindum halda þessari seríu áfram :)
Þegar ég kom heim ákvað ég að nota tækifærið og uppfæra símann loksins í iOS 5 sem kom út nokkrum dögum áður. Það tók alveg sinn tíma að uppfæra þannig að ég lagði mig bara á meðan (fékk ekki mikinn svefn nóttina áður).
Þegar ég var búinn að uppfæra símann og leggja mig kom Bjössi að sækja mig. Við röltum svo frá honum í Menningarsetrið til að ná í Hlyn. Leið okkar lág í Listasafn Reykjavíkur. Þegar við mættum var Valdimar og félagar byrjaðir að spila. Maður hafði séð þau áður á miðvikudeginum – en núna á örlítið stærra sviði ;) Alltaf góð – ljúfir tónar.
Næst á dagskrá voru Other Lives. Mjööög gott. Kom skemmtilega á óvart. Gott vibe. Svo var það Austra. Mjög fínt. Very nice. Gott partý. Nett elektró.
Já, maður rak augun í nokkrar Iceland Airwaves hefðir… Fólkið sem hampar ananas og sveiflar honum fyrir ofan sig – veit ekki alveg hver pælingin bakvið það er. Síðan eru það LOST gaurarnir sem maður hefur séð nokkrum sinnum undanfarin ár. Ég spjallaði smá við þá og þetta var víst 6. árið þeirra í röð á Iceland Airwaves. Þetta er svona smá almenningsþjónusta hjá þeim – þeir eru að hjálpa fólki sem er týnt (t.d. ef þú týnir félögunum) :)
Það var einhver pæling að reyna sjá SBTRKT, en þar sem röðin á NASA var of löng þá hélt partý crew-ið sig bara á Listasafninu. Það var líka allt í lagi af því að GusGus voru næst upp á svið! Þau standa alltaf fyrir sínu. Bara snilld. Gott partý.
Við Bjössi skruppum síðan á NASA. Biðum í röð í kannski 20 mínútur þangað til við komumst inn þar sem við sáum Team Me. Hressir Norðmenn. Gott stöff. Eftir það var haldið á Kaffibarinn til að hitta á restina af liðinu – þar tók við reyndar enn önnur röðin… en það hafðist fyrir rest.
Það að ég var í aðeins meira partý-stuði þetta kvöldið gæti haft einhver áhrif á að ég tók töluvert fleiri myndir (og video) ;) Reyndar búinn að sía smá út þannig að þetta eru ekki allar ljósmyndirnar sem ég tók.
[Read more…] about Iceland Airwaves 2011 – Dagur 4 – Enn fleiri tónleika-partý-myndir
Annáll: Árið 2010 í baksýnisspeglinum
Jááá… 2010 bara búið. Mér fannst 2010 kúl ár. Twenty ten. MMX.
Spurning að taka smá recap/upprifjun/annál… hvað var ég að gera árið 2010? Hvað er minnisstæðast?
Mac switch
Hmm… gerðist ekkert merkilegt fyrri hluta 2010? Ja, jú, ég skipti úr PC yfir í Mac. Back to the roots – fyrstu tölvurnar sem ég lék mér í (þegar ég var kannski svona ~6 ára) voru Macintosh. Þessi skipting hefur bara reynst mjög vel, ég sé ekki ennþá eftir því ;) En Mac OS X hefur vissulega sína kosti og galla eins og Windows.
Búinn að klippa nokkur skemmtileg myndbönd á fína Makkanum mínum. Stoltastur af “Afmæli 2009” myndbandinu:
Ég get horft á þetta aftur og aftur, þetta er svo mikil snilld :)
Ég splæsti í Vimeo Plus þannig að fólk getur smellt á “HD” til að horfa á HD útgáfuna (ef hún er ekki nú þegar virk) og skellt þessu í fullscreen.
Hot yoga
Já, síðan um vorið byrjaði ég að stunda hot yoga. Það var frekar skrítið fyrst og fyrstu tímarnir tóku á – að venjast þessum hita (yfirleitt 39° og svona 48% raki) og að svitna svona rosalega. En mér finnst þetta algjör snilld. Þetta er sérstaklega gott til að styrkja bakið og minnka þessa þrálátu bakverki. Síðan er ég ekki frá því að þetta hjálpi við að vinna á ofnæminu (augun) – það og/eða að nota nálastungudýnuna reglulega. Þetta er líka fínasta detox – um að gera að hreinsa líkamann reglulega. Þetta á líka að hafa ýmsa aðra kosti – styrkja hin og þessi líffæri… Ég mæli með þessu.
New York, New York
Í júní skellti ég mér með nokkrum eðalsveinum til New York. Þetta var vægast sagt legendary ferð. Við vorum þarna í 17 daga í íbúð sem við leigðum okkur í Brooklyn. Þvílíkar sögur. Þvílíkar minningar. 230 Fifth, anyone? ;) Mjög gott. New York er klárlega uppáhaldsborgin mín. Ég skrifaði líka grein sem ég er nokkuð stoltur af: Hvað á ég að gera í New York?
Sumar = partý
Sumarpartý. Já, það var alveg eitt eða tvö partý um sumarið. En ekki hvað? Grill, léttklætt sexy fólk, fjör, bústaðir… Eina leiðin. Það er algjör snilld þegar maður ráfar út af Kaffibarnum og það er bjart úti :)
Ég hélt líka nokkuð gott afmælispartý þótt ég segi sjálfur frá :) Partýtjald og læti.
Ég tók nokkrar myndir um sumarið.
Um sumarið fórum við líka að snorkla í Silfru. Eftir það hoppuðum við út í:
Gott fjör :)
Þjóðhátíð
Ég skellti mér til Vestmannaeyja um Verslunarmannahelgina á Þjóðhátíð í fyrsta skipti með New York crew-inu + Bjössa og Jonna. Leigðum okkur íbúð – “Partýhofið”. Mjög gaman. Góð stemning, gott fjör. Fyrir utan alveg í lokinn síðasta kvöldið þar sem var ráðist á mig. Það kastaði s.s. einhver flugeldi í átt að mér og hann skaust með þvílíkum krafti undir hnéð (er ennþá með ör) og sprakk með þvílíkum látum (að öllum líkindum “signal” eða álíka sprengja). Að ég hafi verið í adrenalínsjokki er vægt til orða tekið – ég var stjörnuvitlaus af bræði.
Iceland Airwaves 2010
Skemmtilegasti menningarviðburður á Íslandi ár hvert. Eins og ég sagði á Facebook: “Iceland Airwaves er mitt Ramadan/Yom Kippur/páskar… þetta er svo mikil snilld. Þetta er heilög hátíð.”. Alltaf fjör. Lifandi tónlist er best. Biðraðir eru reyndar ekki best. Alltaf gaman að uppgötva nýja og skemmtilega tónlist. Blogg + myndir: Dagur 1, 2, 3, 4 og 5.
KinWins
Ég tók þátt í Startup Weekend í nóvember og teymið mitt vann að KinWins verkefninu. Við gerðum okkur lítið fyrir og unnum keppnina! :) + Besta teymið (“best team effort”). Við unnum reyndar ekki netkosninguna í Global Startup Battle :( En við ætlum að halda áfram að vinna í þessu verkefni.
WhenTumblrIsDown.com
Fyrir nokkrum árum (2008) skráði ég lénið whentumblrisdown.com (fékk innblástur frá whentwitterisdown.com og öðrum single-serving vefsíðum). Ég hef verið smá og smá að vinna í þessu – bara að leika mér. Fólk hefur verið að rekast á þetta og Tumblr notendur virðast vera að fíla þetta miðað við það sem ég sé (fólk að pósta uppáhalds setningunum sínum á Tumblr og Twitter, deila á Facebook…).
Ég tek alltaf eftir “spike” í umferð á síðuna þegar Tumblr er í alvörunni niðri. En 6. desember 2010 fór allt í rugl – tumblr.com (og allar síður hýstar af Tumblr) lágu niðri í 24+ klst. En ég “græddi” aldeilis á því :) Heimsóknir á vefinn fóru að hrannast inn og virtir fjölmiðlar eins og Los Angeles Times, TIME.com, The Atlantic, The Huffington Post og The Next Web voru að vísa á síðuna mína.
Fyrir utan allar hinar síðurnar (hundruðir!) sem eru að benda á WhenTumblrIsDown.com – meðal annars “Tumblr celebs” sem ég er að vísa í á síðunni: Yimmy Yayo, Hype Machine crew, topherchris, Coke Talk…
Ég endaði með að fá yfir 100.000 heimsóknir (StatCounter taldi reyndar tæplega 300.000 unique visitors) og 1,2 milljón síðuflettingar (e. pageviews) á mjög stuttum tíma. Ég fékk meira að segja spons: Iceland wants to be your friend keypti auglýsingaborða á síðunni í nokkra daga.
Það eru komin tæplega 12.000 likes/comments/shares á síðuna. Mér finnst það nokkuð gott :)
<3 KB
Já, síðan hitti ég Birnu :) Ef það var ekki augljóst nú þegar, þá dýrka ég Kaffibarinn :D
—
Þetta er svona helsta sem gerðist 2010 (sem ég man eftir í augnablikinu).
Einn kostur við að halda úti svona bloggi er að maður er að varðveita minningar, hvað maður var að gera hverju sinni… En ég er kannski ekki nógu duglegur við að nota þetta sem “dagbók” – segja hvað ég hef verið að gera undanfarið. Ég gerði það aðeins meira fyrir nokkrum árum… kannski ætti ég að gera meira af því. Bara örstuttar færslur.
Nú er maður líka að setja mikið af upplýsingum inn á Twitter/Facebook… ætti maður að reyna varðveita það? Ég ætlaði alltaf að setja upp einhvers konar Twitter safn/archive. Kannski ætti ég að drífa í því. Ég set oft eitthvað á Twitter sem hefði annars farið í stutta bloggfærslu (eða ekki).
Ég horfði víst á 78 kvikmyndir árið 2010. Ágætur árangur. Ég horfði reyndar á 100 myndir 2009. Ég skrifaði samviskusamlega örstutta kvikmyndagagnrýni fyrir allar þessar myndir.
Ég las nokkrar bækur… ekki alveg viss hversu margar nákvæmlega. Ég þyrfti kannski að fara skrá það betur hjá mér… nota goodreads (meira) eða eitthvað annað.
Þær bækur sem ég man eftir:
Rework
– Áhugaverðar pælingar varðandi vinnuna/rekstur á fyrirtækjum. Góðir punktar. Fljótlesin.
Snuff
– Chuck Palahniuk er alltaf skemmtilega twisted. Samt ekki besta bókin hans.
Pygmy
– Önnur bók eftir Chuck Palahniuk. Frekar skrítin, hún var öll skrifuð í Engrish. En hún var spennandi.
Crush It!
– Maður finnur alveg kraftinn í Gary Vaynerchuk í gegnum þessa bók. Las hana á frekar stuttum tíma – skemmtilegt að lesa hana. Áhugaverð, þótt það var verið að fara yfir mikið af atriðum sem ég vissi nú þegar (vinna að áhugamálinu þínu og nota social media).
Twitter Wit: Brillance in 140 Characters or Less
– Brandarar á Twitter. Ágætlega fyndin.
Shit My Dad Says
– Bókin sem varð til út af @shitmydadsays. Mikið af skemmtilegum og fyndnum sögum + lífsspeki (life lessons).
…fyrir utan allar bækurnar sem ég las að hluta til (forritunarbækur, fiction, non-fiction…). Á t.d. ennþá eftir að klára Linchpin.
Bætt við: Já, ég má ekki gleyma bókunum sem ég les í vinnunni. Ég held alveg örugglega að ég hafi klárað að lesa Sexy Web Design: Creating Interfaces that Work árið 2010.
En, já… svona það helsta um árið 2010. Mjög gott ár.
Ég hef á tilfinningunni að árið 2011 verði jafnvel enn betra :)
Eitt af því sem er spennandi að gerast 2011 er að ég ætla að opna vefverslunina Don Comodo – nánar um það síðar ;)
Rich, cool, smart, handsome
Filmu fetish vol. 4 – Partý fjör
Nei sko, fleiri myndir úr afmælinu mínu. 2 frá Eyjum, nokkrar úr afmæli Bjössa og djammið á Kaffibarnum eftir það. Meira random… annað djamm á KB und zo weiter.
Venjulega læt ég framkalla filmurnar mínar hjá Pixlum, en núna prófaði ég Ljósmyndavörur. Er svona að vega og meta hvort sé betra. Pixlar eru með hi-res skanna (kostar aðeins auka) og ég held að myndirnar sem ég fæ á geisladisknum séu aðeins betri en þær sem ég fæ frá Ljósmyndavörum. Þessar eru svolítið kornóttar/grófar… En síðan gæti það líka verið út af því að þessi filma var í raun útrunnin, þannig að maður getur ekki búist við toppgæðum. Ætla að gefa Ljósmyndavörum annan séns.
Iceland Airwaves 2010 – Dagur 4 – Partý, partý… partý myndir
Byrjaði kvöldið á off-venue tónleikum á Hressó – Think About Life sem við náðum ekki að sjá á Nasa (sjá: fáránlega löng biðröð). Virkilega hress hljómsveit – gott stöff. Hefði alveg viljað sjá tónleikana á Nasa. Ég held að á Airwaves 2011 þá ætla ég ekki að taka neina sénsa – helst bara planta mér á einum stað og ekki hreyfa mig.
Síðan hoppaði maður á American Style til að fá sér smá að borða áður en maður skellti sér á Listasafnið. Þar var víst einhver töf… Bang Gang byrjaði svo, ca. 40 mínútum á eftir áætlun. Barði svona nett súr eins og alltaf :) Næst voru það Tunng – jolly rock punktaði ég hjá mér.
Svo var það Bombay Bicycle Club næstir upp á svið. Gott stöff. Fínasta tónlist. En að lokum (á Listasafninu a.m.k.) var það stærsta atriði Iceland Airwaves ’10 – Robyn. Salurinn tæmdist töluvert eftir Bombay Bicycle Club (kannski var fólk að flykkjast á Hercules & Love Affair?) þannig að maður náði að troða sér nokkuð framarlega… síðan beið maður eftir að partýið byrjaði. Gott stuð hjá Robyn, hélt uppi mjög góðri stemningu.
En Robyn er alveg skuggalega lítil… hún var samt á klikkuðum klossum. Mér fannst eitthvað skrítið þegar rótarinn var að prófa hljóðnemann og hann þurfti að beygja sig töluvert niður til að ná í hann, en það var víst passleg hæð fyrir Robyn. Ég er sáttur með að hún tók cover af Cobrastyle (með sænsku hljómsveitinni Teddybears) – gífurlega hresst lag (enda á Hress 2007).
Já, síðan fékk hún sér banana í miðjum tónleikum – um að gera að fá smá næringu eftir að hafa dansað um allt sviðið. En það er skandall að fólk hafði ekki metnað/þolinmæði til að klappa hana upp – ég er á því að hún hefði alveg verið til í að taka 1-2 lög í viðbót. Rótarinn kom og lagaði hljóðnema-snúruna, hann hefði ekki gert það ef þeir voru bara að fara að pakka saman. Fólk var kannski að flýta sér of mikið á næsta stað? En ég meina, stærsta atriðið á Airwaves 2010… ég bjóst alla vega fastlega við uppklappi.
Eftir Robyn skellti maður sér á Nasa þar sem maður hlammaði sér í leðursófa aðeins til að slaka á. En það var ekki mikið að gerast á Nasa þannig að maður skellti sér á Venue. Þar var einhver töf á dagskránni… XXX Rottweiler voru víst á leiðinni upp á svið þótt þeir hefðu átt að byrja fyrir klukkutíma. Rottweiler hundarnir ná alltaf að pumpa upp stemninguna – þótt þeir séu nokkurn veginn yfirleitt með sama prógrammið. Mér fannst reyndar aðeins meiri stemning í fyrra.
Síðan var það hljómsveitin sem ég var aðallega að bíða eftir: Jungle Fiction – algjör snilld. Fáránlega góð stemning. Virkilega góð keyrsla. Þessir gaurar eru svona ca. 19 ára – rétt að byrja… þeir eiga eftir að verða HUGE. Þeir eru að spila ákkúrat raftónlist sem ég fíla í tætlur – hratt og hart elektró.
Næst tékkaði ég á þýska plötusnúðinum Shumi á Apótekinu (ekki mikið annað í gangi af Airwaves dagskránni). Aðeins of sveitt til að vera þarna einn… þannig að ég fór á Bakkus og svo á Kaffibarinn til að hitta eitthvað af crew-inu.
Hellingur af myndum, photos, billeder, fotografen..:
[Read more…] about Iceland Airwaves 2010 – Dagur 4 – Partý, partý… partý myndir