Ég var að tékka á mbl.is og var bara að skrolla niður þegar mér sýndist ég sjá mynd af Ed Harris í auglýsingu þarna… þetta var s.s. auglýsing fyrir Happdrætti SÍBS. Efaðist nú um að SÍBS hefði sama budget og Kaupþing til að fá Hollywood celebrity til að auglýsa fyrir sig – og þegar auglýsingin var búin að rúlla einn hring og myndin af gaurnum kom aftur sá ég nú að þetta var ekki Ed Harris. En finnst ykkur þeir ekki svolítið líkir?
Hey, ein pæling… nú fékk ég svona meh viðbrögð síðast þegar ég tékkaði hvort fólk hefði áhuga á því að ég væri að pósta tónlist. Síðustu ár hef ég í gamni verið að setja saman playlista sem ég kalla “Hress 200#”. Þannig að ég er með á tölvunni þennan gífurlega hressa playlista Hress 2007 – nú er bara spurning hvort einhver þarna úti hafi áhuga á að ég pósti þeim lista (með tóndæmum)?