Fyrsti dagur Iceland Airwaves þannig að ég ætla að henda upp smá færslu. Airwaves er töff tónlistarhátíð – hellingur af alls konar hljómsveitum, bæði þekktum og öðrum sem maður hefur heyrt minna um… Sem er bara gott mál – alltaf gaman að uppgötva nýja (og skemmtilega) tónlist. Ég hef farið á Airwaves síðust tvö ár og haft gaman af. Árið 2004 tékkaði ég víst bara á Hermigervli á Kapital (RIP) – það hefur líklega ekki verið mikið annað á hátíðinni þá sem var að heilla mig. 2003 var ég í Danmörku – veit ekki hvort ég missti af einhverju merkilegu. En síðan minnir mig að ég hafi farið á Airwaves 2002 (held meira að segja að ég hafi keypt armbandið af Gunna Who – hann fór á fyrri helminginn og ég sá þann seinni) og séð m.a. Fatboy Slim [og The Hives, Blackalicious, Rapture…] – held að það hafi verið fyrsta Airwaves hátíðin sem ég fór á. Hátíðin hefur smám saman orðið stærri og stærri, fengið stærri bönd og fleiri túrista sem gera sér ferð til Íslands til að djamma í Reykjavík.
Til að koma í veg fyrir að mega-raðar skandallinn 2005 endurtaki sig hafa þeir farið út í að selja færri miða (og hækka miðaverðið í leiðinni) + þeir setja vinsælar hljómsveitir á sama tíma þannig að fólk þarf að velja og hafna. Til dæmis setja þeir GusGus og of Montreal bæði kl. 0:00 á föstudeginum. GusGus stendur nú alltaf fyrir sínu þannig að það laðar að – en fólk hefur verið að mæla með of Montreal þannig að… fyrst maður hefur nú séð GusGus nokkrum sinnum live þá er pæling að fórna þeim fyrir eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Kemur í ljós…
Annars er maður nú ekki með neitt nákvæmt plan, fyrir utan Bloc Party (sem Bjössi óskaði sérstaklega eftir). hr. partý er nú með nokkuð pro schedule – excel og allar græjur, kannski maður steli einhverju þaðan. Síðan er nokkuð töff tól á síðunni hjá Hermigervli (sem Hjalti bjó víst til) til að búa til sína eigin Airwaves dagskrá.
Síðan gæti verið að maður tékki á einhverju off venue dóti. Hef reyndar ekkert sérstakt í huga – en maður hefur ekkert farið á off venue prógrammið síðustu ár og það gæti verið fjör að skoða það. Verð að stúdera off-venue dagskrána á icelandairwaves.com betur. Möguleiki að maður tékki á Amiina í Fríkirkjunni á laugardeginum – eru þær ekki voða hipp og kúl, að meika það í útlöndum og svona?
Annars var maður að frétt að The Magic Numbers verða víst ein af þessum “TBA” hljómsveitum á sunnudaginn. Var að tékka á síðunni þeirra og þetta virðist vera fínasta indie rokk – þannig að maður fer pottþétt á það.
Til að hita upp fyrir Iceland Airwaves er hérna smá hlust:
GusGus – David (Darren Emerson mix)
Bloc Party – The Prayer
Bloc Party – She’s hearing voices
Síðan var mér bent á The Teenagers – gífurlega hressandi lyrics í laginu Homecoming