What the hell?!? Af hverju var ég ekki búinn að frétta þetta fyrir löngu? Af hverju var ég ekki látinn vita? Þeir eiga náttúrulega að hringja í 24 fan #1 þegar þeir ákveða að fresta sýningum á 24! Allt út af þessu verkfalli hjá handritshöfundunum. Damn it!
Þar sem þeir verða eiginlega að byrja að sýna 24 í janúar þá er líklegt að sería 7 byrji ekki fyrr en í janúar 2009! Ekki geta þeir byrjað að sýna um vorið (ef þetta verkfall verður búið þá) af því að þá myndu síðustu þættirnir vera um sumarið – og það horfir náttúrulega enginn á TV um sumarið. Mjög ólíklegt að þeir myndu gera hlé á seríunni um sumarið og sýna restina um haustið. Eins eru þeir ekki að fara byrja sýna seríuna um haustið – af því að þeir vilja líklega ekki lenda í því sem þeir tóku eftir með fyrstu seríurnar, að missa áhorfendur þegar þátturinn tekur pásu yfir hátíðirnar. Þeir verða að geta keyrt 24 alveg í gegn án nokkurra truflana.
Ástæðan fyrir því að ég var ekki búinn að frétta þetta er líklega að ég reyni að komast hjá því að lesa nokkuð um nýjustu 24 seríuna. Ég komst t.d. að alltof miklu um seríu 7 þegar ég var að rannsaka hvort að þetta væri virkilega satt. Spoilers. Damn it!
Þessi nýjasta sería hefur mátt þola ýmislegt – Kiefer Sutherland var tekinn fyrir að drekka fullur, skógareldar í Kaliforníu trufluðu upptökur og núna þetta verkfall. En Jack Bauer lifir þetta náttúrulega af – eins og allt annað ;)
En þeir eru víst búnir að taka upp 1/3 af seríunni. Ef þetta verkfall reddast fljótlega þá gæti þetta verið upplagt tækifæri til að nýta þennan auka tíma til að vinna að 24 bíómyndinni sem er búið að vera tala um alltof lengi. Þá kæmi alla veganna eitthvað gott úr þessu verkfalli.
Hvernig á maður að meika það að bíða í rúmlega ár í viðbót?! Maður er búinn að hlakka til alveg síðan 6. sería kláraðist. I need to get my Jack Bauer fix! ;) Ég gæti náttúrulega horft á gömlu seríurnar sem ég á og keypt þær seríur sem mig vantar… – hver er til í 24 maraþon? Gætum farið í 24 drykkjuleikinn. Síðan getur maður tékkað á 24inside.com fyrir smá auka viðtöl með crew-inu.
Ég var svona fyrst að spá í að setja þetta á I am not taxi linka bloggið. En þetta er bara of stór frétt fyrir það – þannig að ég henti þessu hingað og skrifaði aðeins meira um þetta. Síðan virðist fólk ekki vera mikið að tékka á þeirri síðu hvort eð er – þannig að þetta hefði farið fram hjá flestum.
Gestir og gangandi mega alveg tékka á I am not taxi og segja mér ef það er eitthvað þarna sem á kannski frekar heima hérna á aðal blogginu.