Fisheye lomo myndavélin sem ég fékk í afmælisgjöf er snilldar leikfang. Fyrsta session-ið var mjög kúl. Ein mynd sem var tekin með multiple exposure var alveg fáránlega töff – þannig að maður var svona að leika sér með það á þessari filmu – kom samt misvel út… en alltaf áhugavert.
Það virðast líka nokkrar myndir hafa skemmst í þessum pakka… Þetta var 24 mynda filma en það komu bara 18 úr þessu.
Fyrstu myndirnar eru teknar í sumar og síðan er restin tekin í desember og janúar. Nokkrar myndir þarna sem eru frekar brúnleitar/dökkar… maður þarf líklega að muna alltaf að nota flass þegar maður er innandyra, nema það sé einhver geðveik lýsing.
Síðan var ég að setja upp nýtt plugin sem heitir Subscribe to Comments eftir smá feedback á Twitter um að comment á myndir voru ekki að birtast í comment RSS feed-inu. Ég ákvað að skella þessu inn sem svona tímabundinni lausn þangað til að annað betra er í boði. Ég gæti farið í að hakka saman eitthvað plugin sem býr til nýtt RSS feed fyrir myndakomment en ég er að vonast til að þetta verði bara leyst í næstu útgáfum af WordPress. En nú þegar fólk kommentar getur það hakað við að fá e-mail sent þegar það er bætt við nýjum kommentum á þá mynd eða bloggfærslu:
(kannski ætti ég að íslenska þetta…?)
maple var t.d. að kommenta á þessar myndir og þá hefði hann fengið e-mail þegar ég svaraði.
Þannig að go! go! go! Kommentið eins og enginn sé morgundagurinn!
[Read more…] about Það sem fiskar sjá 2 – Fisheye session #2