Nýjasti fisheye lomo pakkinn…
Það voru nokkrar myndir í byrjun (sem ég tók áður en ég framkallaði síðustu lomo myndirnar) sem eru eiginlega ónýtar, nánast bara gráar og sást ekkert hvað var í gangi. En núna ætti ég að vera búinn að læra á þetta og get vonandi komið í veg fyrir skemmdar myndir í framtíðinni. Ég prófaði nú að taka eina mynd með þreföldu multiple exposure (MX) þar sem það var takmörkuð birta til að sjá hvort það gæti reddað því, en svo var ekki – var bara grá klessa :)
Ég var töluvert að leika mér með multiple exposure (mynd tekin ofan á mynd) á þessari filmu og það kemur oft frekar skemmtilega út.
Var líka smá að testa long exposure (Bulb stillingin og síðan bara halda inni takkanum) – kom misvel út. Þarf að muna að reyna hafa myndavélina helst stöðuga á einhverjum fleti.