Ég náði að grafa upp nokkrar APS filmur í viðbót og það kom nokkuð skemmtilega á óvart að í þessari umferð þá urðu myndirnar ekki allar myglaðar eins og í síðasta APS pakka. Þær komu í rauninni bara mjög vel út. Gæti verið að þessi filma hafi ekki verið eins gömul, eða kannski fer það verr með filmuna að vera hálfkláruð svona lengi í myndavélinni.
Það er nokkuð kúl hvað svona APS myndir eru aðeins meira landscape/widescreen heldur en venjulegar 35mm myndir – nett Panavision í gangi ;) OK, var að rannsaka þetta betur og þetta eru 16:9 hlutföll í staðinn fyrir 3:2 á Canon 400D vélinni minni eða 4:3 á Canon IXUS 970 IS.
Þetta eru klassískar sumarmyndir – hinar ýmsu íþróttir stundaðar á Klambratúni/Miklatúni, grill, slatti frá Sauðárkróks-ferðalaginu og annað random.
[Read more…] about APS bremsur – Sumar og Sauðárkrókur – Filmu fjör