Hérna er nýjasta samantektin af myndum sem ég er að taka fyrir Everyday verkefnið mitt, rúmlega 30 sekúndur:
everyday
4 mánuðir af Hannesi – Everyday verkefni í vinnslu
Jú, jú… ég held áfram ótrauður. Komnir 4 mánuðir af efni:
Þarna eru meðal annars myndir af mér í skálum uppi á hálendinu þegar við vorum að ganga Laugaveginn. Sem og mynd af mér á Greifanum á Akureyri þegar við vorum að keyra hringinn um síðustu helgi. Já, og síðan smá grín :)
3 mánuðir af Hannesi – Everyday verkefni í vinnslu
Jæja, verkefnið heldur áfram. Þetta eru 3 mánuðir af mér:
Ég ætla að reyna að halda þessu áfram í töluvert lengri tíma… alla vega ná þessu upp í 1 mínútu. Þegar ég bý til myndband á “Slow” stillingunni er 1 mánuður kringum 6 sekúndur. Þannig að ég þarf að safna í a.m.k. 10 mánuði.
Lagið sem ég er að nota heitir In The Pines og er með Supergood. Eitt af 6 lögum sem fylgja með Vimeo app-inu.
Smá viðbót: Já, síðan má nefna að síðasta myndin í myndbandinu var tekin í trailer park sem við enduðum óvart á í Kanada. Við ætluðum að fara á Peggys Cove og slóum það inn í GPS tækið. En við s.s. enduðum á Peggys Cove Trail ;) En það var bara mjög gott ævintýri :) Vorum að busla í þessu stöðuvatni, tékka á sveitinni og leika okkur í sólinni. Stoppuðum svo í Peggys Cove á leiðinni til baka til Halifax, sáum það við sólsetur og fínerí.
2 mánuðir af Hannesi – Everyday verkefni í vinnslu
Jæja, þá er ég búinn að taka myndir af mér í 2 mánuði:
Þetta er alveg tvisvar sinnum lengra en fyrsta myndbandið. Tvisvar sinnum skemmtilegra/áhugaverðara/flottara? Hugsanlega ;)
Mánuður af Hannesi – Everyday verkefni í vinnslu
Fyrir tæpum tveim mánuðum keypti ég Everyday app-ið. Ég er búinn að fylgjast lengi með Noah Kalina – hann er einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum – og mér finnst Everyday verkefnið hans nokkuð skemmtilegt/áhugavert.
Þannig að mig langaði til að prófa að gera svona myndband (time-lapse video) af mér yfir nokkurn tíma.
Hérna er fyrsti mánuðurinn – 21. mars 2011 til 22. apríl 2011:
Frekar stutt… ég þarf að taka mynd af mér á hverjum degi í nokkra mánuði í viðbót til að geta búið til aðeins áhugaverðara myndband ;)
Já, ég notaði Vimeo app-ið til að skella title credits á þetta og tónlist undir. Ótrúlegt hvað maður getur gert með iPhone ;)