Elsk’edda. Partýið heldur áfram… þriðji dagur Airwaves ’10. Mættum fyrst á Listasafnið, rétt misstum af Chateau Marmont. Þá reif maður upp dagskrána til að tékka hvað annað væri í gangi. Fórum að Iðnó til að tékka á Mugison, en það var ekki að gera sig – röðin var fáránleg löng. Fórum á Nasa þar sem var engin röð. Sáum Berndsen – ágætt stöff, hressleiki. Fórum út til að tékka á Dikta á Listasafni Reykjavíkur – þá var búið að mynda röð fyrir utan Nasa þótt það væri hálf tómt inni. Dikta alltaf góðir live – gott íslenskt rokk.
Næst var það Everything Everything. Í rauninni ekkert mjög eftirminnilegt… þannig að það hefur líklega verið meh, svona lala. Síðasta atriðið í Listasafninu var Hurts. Þeir voru bara nokkuð góðir – mikill kraftur í þeim, mjög góður hljómur, fínasta tónlist. Maður beilaði samt á þeim eftir kannski 2/3 af tónleikunum til að reyna sleppa við brjálaða biðröð á Nasa.
Það. Gekk. Ekki. Eftir. Þegar maður mætti var röð alveg út á horn (í átt að Alþingishúsinu) og rúmlega það (ekki alveg jafn slæmt og 2005, en nálægt því). Það var sem betur fer ekki rigning og ekki það kalt, þannig að við biðum sallarólegir (svona til að byrja með). Við færðumst nær og nær smám saman, en síðan fór fólk að hrúgast að – sumir voru kurteisir og fóru aftast í röðina, en aðrir ákváðu bara að taka sénsinn og troða sér inn frá kantinum. Það virtist virka af því að dyraverðirnir voru virkilega að hleypa þessu liði inn sem var bara nógu frekt og ýtið – á meðan við vorum búnir að bíða þarna í rúmlega klukkutíma.
Jonni beilaði á röðinni þegar við vorum svona 3-4 metra frá hurðinni (það var búið að loka hurðinni og engin hreyfing í nokkurn tíma). Loksins tóku dyraverðirnir sig til í andlitinu og reyndu að stjórna þessari þvögu og maður komst á endanum inn – eftir að hafa beðið í svona 90 mínútur (kannski aðeins meira). Þá voru Alex Metric & Co. að spila (fengu líka aðstoð frá Charli XCX) – hresst elektró hip-hop eitthvað.
Síðan var það hljómsveitin sem maður var í raun búinn að bíða hvað spenntastur eftir þetta kvöldið, ástæðan fyrir því að maður beið í biðröðinni í 90 mínútur… Slagsmålsklubben sem voru klárlega toppurinn. Brjáluð stemning – sérstaklega þegar maður henti sér á dansgólfið og þeir héldu áfram að taka tryllta slagara. Þeir voru þarna 6 á sviðinu að djöflast á ýmsum tólum og tækjum. 2 þeirra voru mjög hressir – einn aðeins of hress… var eitthvað að muldra í hljóðnemann, mestmegnis á sænsku ;)
Tók alltof mikið af myndum… Njótið:
[Read more…] about Iceland Airwaves 2010 – Dagur 3 – Photos, baby!