Þegar við vorum að túristast í Barcelona fattaði ég að myndavélin var að verða batteríslaus – áður en við fórum út sýndi batterístatusinn 2 strik af 3 en á Canon myndavélum þýðir það ekki að það er 67% eftir af batteríinu, meira svona 10-15% af því að ég var bara búinn að taka nokkrar myndir þegar myndvélin sýndi 1 strik og “low battery” aðvörun. Þannig að ég þurfti svona að semi-spara myndatökur… ekki alveg nógu heppilegt þar sem við vorum á leiðinni í sightseeing. Á einu stoppinu sá ég einnota myndavélar til sölu og ákvað að kaupa eina svona til öryggis. En ég þurfti ekki að nota hana þar sem batteríið rétt dugði – ég reyndar hefði pottþétt tekið aðeins fleiri myndir ef ég hefði haft nóg batterí.
Ég notaði einnota myndvélina ekkert í ferðinni þannig að ég fór með þessa vél heim og var ekki alveg viss hvað ég ætlaði að gera við hana. En eitt kvöldið, seint í nóvember, þegar ég var bókaður í tvö partý ákvað ég að taka með þessa einnota myndavél í gamni – það gæti komið eitthvað skemmtilegt úr því.
Já, það komu nokkuð áhugaverðar myndir úr þessari einnota syrpu – töluvert frábrugðið því að vera með 10 megapixla myndavél með klikkaðari linsu. Áferðin allt önnur og ýmsar smáskemmdir sem gefa myndunum svolítið sérstakan karakter.
Fyrri hlutinn er HR “reunion” partý og seinni hlutinn er afmæli Röggu og Siggu.