Þegar búið var að skjóta upp nokkrum flugeldum fór maður að gera sig ferðbúinn til að fara í áramótapartý ársins – Ljómann. Bróðir minn og félagar hans voru s.s. búnir að skipuleggja mega partý í tómri verksmiðju og búnir að bjóða helling af fólki. Það var búið að redda pro DJs, setja upp killer hljóðkerfi, ljósaróbotta, reykvélar og allan pakkann. Þetta hljómaði of gott til að láta fram hjá sér fara. Þetta endaði í mega partý og mættu 500-600 manns.
áramót
Áramót 2008/2009 – flugeldar
Það var náttúrulega skotið upp nokkrum flugeldum. Ég fékk m.a.s. eitt stykki í mig – einhverjar leyfar úr flugeldi hrundu á mig. Þetta eru aðallega myndir teknar rétt fyrir og rétt eftir miðnætti – þegar það voru flestir flugeldar í gangi. Síðan var þetta ansi fljótt að deyja eftir miðnætti – ekki mikið í gangi eftir svona 0:30. Það er náttúrulega möst að vera með þrífót ef maður ætlar að ná almennilegum flugeldamyndum – ég var ekkert með þrífót í fyrra og náði engum klikkuðum myndum af flugeldum. Það getur verið að veðrið í fyrra hafi líka ekki verið optimal. En núna var alveg logn og ég náði alveg nokkrum frekar flottum myndum, þótt ég segi sjálfur frá…
Gamlárskvöld 2008 – brennan við Ægisíðu
Árið 2009 bara komið… fínustu áramót – áramótaskaupið var bara nokkuð gott, nokkur vindhögg sem voru ekki að virka á mig en annars nokkuð fyndið. Ég bjóst reyndar við að það yrði gert meira grín að gas man.
Hérna eru nokkrar myndir af áramótabrennunni við Ægisíðu. Tók þrífótinn með mér og smellti af nokkrum ljósmyndum af brennunni og öðru í kring.
Meiri snjór, meiri snjór, meiri snjór…
Nokkuð mögnuð sjón þegar ég vaknaði í gær – allt skjannahvítt. Ekki hvítt eins og spælt egg án rauðunnar heldur hvítt eins og vanilluís nýkominn út úr frystinum. Þannig að maður var að moka á fullu í gær. Annars er maður búinn að vera gera helst lítið, taka því rólega, tékka hvað maður gæti farið að gera á næstunni varðandi skóla, o.s.frv… Var í klippingu áðan, rakarinn sagði að lærlingurinn hjá Frisør Leif hafði eitthvað fokkað upp hárinu mínu, en hann lagaði það – ágætt, ég hafði ekki tekið eftir neinu. Síðan þarf maður bara að fara skipuleggja áramótin og kaupa flugelda – vei, alltaf gaman að sprengja upp hluti.