Jæja, þá er maður loksins kominn heim til Íslands eftir 112 daga dvöl í Danaveldi. Þetta var mjög góð dvöl, ótrúleg lífreynsla, algjörlega frábærar 16 vikur (fyrir utan síðasta kvöldið). Maður lenti í gær eitthvað eftir 16 og fór strax í fríhöfnina að kaupa alskonar góðgæti, gaman það. Síðan fór maður heim þar sem fjölskyldan tók á móti manni með smá óvæntan glaðning: Þau voru gjörsamlega búin að breyta herberginu mínu! Þau nýttu s.s. tíman á meðan ég var í burtu til að t.d. setja falskt loft með halogen ljósum, rífa út hluta af veggnum og skella stórum glugga þar, mála herbergið hvítt (það var dökkgult og ljósgrátt – góð breyting) og endurskipuleggja herbergið smá. Þetta voru allt jákvæðar breytingar og er ég bara nokkuð sáttur – ég held að þetta sé smá trick hjá þeim til að halda mér heima örlítið lengur ;)
Við Bjössi skelltum okkur síðan um kvöldið á alvöru íslenskt djamm, gaman að prófa það aftur. Höfðum við heyrt að nokkrir fyrrverandi verzlingar væru að fagna próflokum/afmælum á Felix og skelltum við okkur þangað. Þetta reyndist verða nokkuð gott kvöld, góð stemmning og virkilega gaman að hitta gömlu skólafélagana aftur. Þótt við Bjössi værum komnir í íslensku stemmninguna þá héldum við okkur smá í danska stílin og sötruðum bara Tuborg – Bjössi greip mig meira að segja að biðja um Tuborg með dönskum hreim, verð að laga það ;) Eftir djammið var náttúrulega leiðinni haldið að Bæjarins Bestu sem mig er búið að dreyma um í tæplega 4 mánuði – klárlega bestu pylsurnar í heimi – alsæla : )
Gaman að vera kominn heim, nú er bara að komast í ekta íslenskt jólaskap.