Maður ætti nú að vera að læra (þú ættir örugglega líka að vera að læra), en whatever…
Fann þetta video á jútjúbb – klippur úr snilldar þættinum Trigger Happy TV sem var sýndur á RÚV á sínum tíma:
Vildi rifja þetta upp af því að í tíma áðan var einhver kona ekki með á silent og það gjall þessi default Nokia hringing í símanum hennar.
Meira Trigger Happy TV stöff… (svona ef þið þurfið ekki að vera að læra)
Síðan var mér bent á þetta rugl – einhverjir vitleysingar í síma-búningum, rífa síma af fólki og stappa þá í klessu. Reyndar fáránlega lítil video, en sjokkerandi fyndið.