Úff… maður er ekki alveg að átta sig á þessu, en maður er í rauninni búinn í skóla… í bili. Vorum að sýna verkefnið í dag… Sýningin gekk mjög vel, en vá hvað maður er búinn á því – maður er náttúrulega búinn að vera vinna í þessu alla önnina og þetta er búið að taka svona temmilega á – sérstaklega síðustu dagarnir/vikurnar. En nú er þetta búið, ekkert annað eftir nema að útskrifast.
Það verður fagnað allrækilega á föstudaginn þegar flestir eru búnir að sýna. Síðan verður tjillað eitthvað áður en maður fer í 9-5 pakkann. Veit nú ekki alveg hvort ég sé tilbúinn fyrir svona 9-5 pakka sem er lengra en rétt yfir sumarið. Það kemur bara í ljós… Þetta verður örugglega ótrúlega gaman og spennandi :)